Tók í sundur þvottavél og fann skál

Skálin er sérlega fín eins og sjá má.
Skálin er sérlega fín eins og sjá má. Tók í sundur þvottavél og fann skál

Það er alls ekki augljóst hvað átt er við með þessari fyrirsögn enda fremur fjarstæðukennt að finna skálar í þvottavélum. En það gerðist engu að síður og góðar líkur eru á að þvottavélin heima hjá þér innihaldi sambærilega skál sem hægt er að breyta í fínasta stofustáss. 

Það var Helga Guðný Árdal sem tók í sundur þvottavélina sína með ofangreindum afleiðingum. Skálin kemur úr hurðinni og nú eru einhverjir vafalaust að kveikja á perunni. Búið er að taka plastið sem heldur skálinni á sínum stað en oftar en ekki eru þessar hurðir úr plasti frekar en gleri. Upphaflega ætlaði Helga að ná tromlunni og breyta henni í eldstæði en í samtali við Matarvefinn sagði hún að það stæði ennþá til. Skálin hefði bara verið óvæntur bónus. 

Það er því algjör óþarfi að fara með þvottavélina á haugana þegar hún gefur upp öndina heldur er nú hægt að nýta hana - meðal annars sem stofustáss. 

Hér er búið að taka vélina í sundur og glöggir …
Hér er búið að taka vélina í sundur og glöggir geta séð hurðina þar sem skálin var staðsett. Ljósmynd: Helga Guðný Árdal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert