Gamaldags eldhús gert upp á glæsilegan hátt

Svona leit eldhúsið út áður en framkæmdir hófust.
Svona leit eldhúsið út áður en framkæmdir hófust. Ljósmynd: Apartment Therapy

Þetta eldhús er að finna í Brooklyn í New York og eins og sjá má á fyrir-myndinni mátti það sannarlega við góðri yfirhalningu. Það var ungt par sem fjárfesti í íbúðinni og tók hana í gegn. Svo slæmt var ástandið að eftirlitsmaður sem kom til að taka húsið út grátbað þau um að laga rafmagnið áður en alvarlegt slys yrði.

Eldhúsið var tekið í gegn og gott betur og er ekki annað hægt að segja en að vel hafi tekist til. Eldhúsið er sjúlega smart og öðruvísi. Þau leyfðu þó aðalatriðinu að halda sér en það er forláta eldavél sem er þungamiðjan í eldhúsinu.

Og svona leit það út að þeim loknum.
Og svona leit það út að þeim loknum. Ljósmynd: Apartment Therapy
Efri skáparnir eru ljósir til að létta yfirbragðið enda rýmið …
Efri skáparnir eru ljósir til að létta yfirbragðið enda rýmið ekki stórt. Neðri skáparnir eru svartir sem og eldhúsbekkurinn. Eldavélin nýtur sín vel enda algjör gimsteinn. Ljósmynd: Apartment Therapy
Töff.
Töff. Ljósmynd: Apartment Therapy
Þar sem eldhúsið er ekki stórt var búið til búr …
Þar sem eldhúsið er ekki stórt var búið til búr innaf því. Ljósmynd: Apartment Therapy
Hér sést hvernig búið er að opna inn í búrið.
Hér sést hvernig búið er að opna inn í búrið. Ljósmynd: Apartment Therapy
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert