Snjallasta fiskbúð á Íslandi

Fiskbúðin góða fór ekki framhjá neinum.
Fiskbúðin góða fór ekki framhjá neinum. mbl.is/VsV

Á ferð okkar um Vestfirði rakst útsendari matarvefsins á eina snjöllustu fiskbúð sem við höfum séð. Um er að ræða sjálfsafgreiðsluverlsun á Tálknafirði þar sem treyst er á heiðarleika fólks og almenn manngæði. Inn í rýminu sem hýsir verslunina er kælir með pökkuðum fiski. Einnig er hægt að fá dýrindis fiskisúpu og fiskbollur. Hægt var að smakka bæði.

Síðan þurfa viðskiptavinir ekki annað en að skrá kaupin á þar til gert blað og setja í bauk eða millifæra.

Til að toppa herlegheitin er hægt að fá klaka með til að kæla fiskinn enda margir á ferð og flugi. Af listanum að dæma mælist þetta vel fyrir og margir sem nýta sér þessa frábæru þjónustu, þar með talið Matarvefurinn sem keypti tvær súpufötur og hálft kíló af nýveiddum þorski.

Síðan var keyrt upp að Dynjanda og að fossaskoðun lokinni var súpan hituð. Þorskinum var bætt saman við þrátt fyrir að hún væri mjög matarmikil fyrir. Ögn af grænmeti var sett saman við, rjómi og svo ferskar hundasúrur. Máltíðin var frábær og við mælum svo sannarlega með því ef þið eigið leið um Vestfirði að grípa ykkur ferskan fisk á Tálknafirði.

Hér má sjá hvað keypt var.
Hér má sjá hvað keypt var. mbl.is/VsV
Hér má sjá hluta úrvalsins. Merkingarnar eru skýrar og allt …
Hér má sjá hluta úrvalsins. Merkingarnar eru skýrar og allt er virkilega aðgengilegt og gott. mbl.is/VsV
Hægt var að smakka súpuna í þar til gerðum smakkílátum.
Hægt var að smakka súpuna í þar til gerðum smakkílátum. mbl.is/VsV
Reglurnar eru einfaldar.
Reglurnar eru einfaldar. mbl.is/VsV
Eldunaraðstaðan var ekki af verri endanum.
Eldunaraðstaðan var ekki af verri endanum. mbl.is/VsV
Súpan bragðaðist dásamlega. Í bakgrunninum má sjá Dynjanda.
Súpan bragðaðist dásamlega. Í bakgrunninum má sjá Dynjanda. mbl.is/VsV
Súpan var toppuð með þeyttum rjóma sem var að sjálfsögðu …
Súpan var toppuð með þeyttum rjóma sem var að sjálfsögðu þeyttur í flösku og svo ferskum hundasúrum. mbl.is/VsV
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert