Ekki elda tómata á steypujárnspönnu

Steypujárnspottar og pönnur er ákaflega vinsæl.
Steypujárnspottar og pönnur er ákaflega vinsæl. mbl.is/Kokka.is

Steypujárnið nýtur mikilla vinsælda enda um afbragðs eldunartækið að ræða. Það er þó ekki sama hvernig hugsað er um gripinn eins og við höfum oft skrifað um hér á Matarvefnum heldur skiptir líka máli hvað er eldað.

Eins og fjallað hefur verið um þarf að undirbúa pönnuna með því að húða hana vel af olíu. Jafnframt er bannað að þvo hana upp úr sápu eða láta hana þorna (það á alltaf að setja hana á heita/volga helluna og láta hana þorna þannig).

Jafnframt ætti aldrei að elda tómata á henni. Af hverju? Jú, sýran í þeim fer illa með steypujárnið og það sama á við um allan súran mat. Jafnvel þótt að magnið af málmi sem sýran leysir upp sé mjög lítið getur það haft áhrif á bragðið og sýran getur jafnframt eyðilagt alla fyrirhöfnina sem þú lagðir í við að húða pönnuna með olíunni.

Þó eru mjög skiptar skoðanir eru á þessari staðhæfingu enda margir sem elda tómata grimmt á steypujárni. Því skal skýrt komið á framfæri að sýra tærir málma. Það er staðreynd. Hvort viðkomandi eldi tómata - í nægilega miklu magni til að valda slíkri tæringu skal ósagt látið. Tæringin getur haft áhrif á bragð matarins en ekki er talið að hún hafi skaðleg áhrif á heilsu fólks enda þurfa allir smá járn í kroppinn. Sérfræðingar eru jafnframt sammála um að vel húðuð panna sé lykilatriði til að koma í veg fyrir slíka tæringu.

mbl.is/Crate&Barrell
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert