Sniglar í jarðaberjunum

Það er yndislegt og auðvelt að rækta sín eigin jarðaber, …
Það er yndislegt og auðvelt að rækta sín eigin jarðaber, yrkin eru margvísleg og mismunamdi. mbl.is/TM

Matarvefurinn ræktar auðvitað sín eigin jarðaber en líkt og víða um borg og bý hafa feitir sniglar verið að gera sér uppskeruna að góðu. Við höfðum samband við Auði Rafnsdóttur kryddræktanda og mataráhugakonu sem leiðbeindi okkur um hvernig má losna við þessa digru þjófa.

„Sniglar eru sólgnir í berin og ef ræktunarkassinn er ekki vel varinn með jarða-berjadúk, getur þú átt á hættu að stór hluti berjanna sér horfinn við uppskeru. Berjadúkur færst í öllum ræktunarvöru verslunum landsins,“ segir Auður og bætir við að sandur geti einnig haft fælandi áhrif. Þannig sé áhrifarík að strá sandi í útjaðar beðanna því sniglarnir hati sand þar sem hann festist við þá.

„Munið að þegar jarðaberin eru orðin fallega rauð bíða fuglar og geitungar heldur ekki boðanna og þá þarf að tína strax.  Ástríður Harðardóttir vinkona mín sem ræktað hefur jarðaber um árabil segir „að sér gangi best að rækta þau í pýramída“  þennan pýramída smíðaði hún sjálf, enda getur þessi kona allt.“

Við höfðum einnig samband við Garðheima en þar er hægt að kaupa blátt korn til að strá í kringum beðin og fælir sniglana. Þar var okkur einnig bent á að  hægt sé að setja sniglagildru. Gildran er grafin niður þannig að efri brúnin nemur við efri brún moldarinnar, bjór settur í, snigillinn sækir í bjórlyktina og drukknar.  Einnig má leggja spýtur í kringum garðinn, sniglarnir leita skjóls yfir daginn undir spýtunni, sér í lagi á heitum dögum.  Í lok dags má taka spýtuna upp og skafa sniglana burt.

Jarðaberjapíramídar hafa gefið góða raun við ræktun og spara pláss.
Jarðaberjapíramídar hafa gefið góða raun við ræktun og spara pláss. mbl.is/ AuðurRafns.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert