Þetta skaltur borða í kvöld ef þú hleypur á morgun

Það er mikilvægt að borða vel af kolvetnum daginn fyrir …
Það er mikilvægt að borða vel af kolvetnum daginn fyrir hlaup. mbl.is/Samsett

Margir frægustu hlaupara heims sem og hin almenni hlaupajón hefur „lent á vegg“ í hlaupi. Það er að segja fundið hvernig orkan hverfur og innistæðan er enginn. Við tekur erfiður tími og hlaupið verður mun þyngra en það þyrfti að vera. Ein helsta ástæða þess samkvæmt síðunni The Runners World er að fólk hefur ekki borðað nægilega mikið af kolvetnum dagana og kvöldið áður. 

Hér er ekki verið að tala um að borða hvaða kolvetni sem er heldur kolvetni sem nýtast kroppnum í hlaupinu morguninn eftir. Þeir sem ætla að hlaupa lengri vegalengdir hafa væntanlega byrjað að borða kolvetnisríkari fæðu fyrir 2-3 dögum til að ná að kolvetnishlaða líkaman vel fyrir stóru átökin. Fyrir þá sem ætla styttri vegalengdir er nóg að hugsa um daginn í dag og morgunmatinn. 

Einnig er mælt með því að minnka fitu og prótein og einblína á kkolvetnin til að hlaða líkaman af glycogen sem er auðveldasti orkuforðinn sem líkaminn getur sótt í.

Mælt er með að borða hafragraut, brauð, pasta, granóla eða hrísgrjónarétti en forðast skal feita og rjómakennda rétti. Jógúrt er þó í lagi og ávextir sem eru ekki of trefjaríkir því ekki vill maður þurfa á salernið á hlaupunum. Því skal einnig varast að drekka mjög sterkt kaffi fyrir hlaup. 

Einnig er mælt með að borða ekki nýjar tegundir af mat daginn fyrir hlaup!

Hér er hugmynd að góðum kolvetnisrétti. Þeir sem eru óvanir sterkum kryddum og fiskisósu ættu þó að sleppa þeim.

Innihaldsefni

1 pakki heilhveiti núðlur frá Blue Dragon (fást t.d. í Krónunni)
1 cm ferskt engifer
1 geiralaus hvítlaukur
1 rauð eða gul paprika í strimlum
½ box alfaspírur
100 gr spergilkál eða blómkál
1 box sveppir
6 stönglar ferskur aspas ef vill
½ búnt ferskt kóríander
1 msk sesamfræ
1 msk saxaðar salthnetur ef vill
1/3 tsk Chili explosion krydd í kvörn (fæst t.d. í Bónus)
2 msk sojasósa
½ msk fiskisósa
2 msk sesamolía
3 msk kókosolía
Salt eftir smekk

Leiðbeiningar

  1. Sjóðið núðlurnar skv. leiðbeiningum – passið að ofsjóða ekki. Sigtið núðlurnar og setjið í skál ásamt sesamolíunni og hrærið.

  2. Pressið hvítlaukinn út í kókosolíuna og rífið engiferið á rifjárni. Hrærið vel saman, setjið á pönnu og kveikið undir.

  3. Setjið allt grænmetið á pönnu nema paprikuna og baunaspírurnar. Léttsteikið grænmetið og slökkvið svo undir.

  4. Setjið fiskisósuna og sojasósuna út á.

  5. Hellið blöndunni af pönnunni og yfir núðlurnar.

  6. Saxið kóríanderið og setjið út á ásamt paprikunni og baunaspírunum.

  7. Toppið með sesamfræjum og salthnetum.

  8. Berið á borð ásamt limebátum.

Heilhveitinúðlur með grænmeti eru góður kostur.
Heilhveitinúðlur með grænmeti eru góður kostur. mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert