Hin nýja íslenska kjötsúpa

mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson
Læknirinn í eldhúsinu kallar ekki allt ömmu sína í eldhúsinu og hér býður hann upp á frábært tilbrigði við hina klassísku kjötsúpu en hann bætir meðal annars við púrru, hnúðkáli, íslensku perlubyggi og ferskum kryddjurtum.
Uppskriftin lofar góðu eins og reyndar allt sem læknirinn eldar og við hlökkum til að prófa.
mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson
Hin nýja íslenska kjötsúpa- ljúft blæbrigði við klassískan rétt - með mirepoix, púrru, hnúðkáli, íslensku perlubyggi og ferskum kryddjurtum
Þegar maður sækir að svona helgum vé er eins gott að maður mæti vel vopnaður, og þegar ég segi vopnaður á ég auðvitað við að ég sé með góð hráefni á takteinunum. 
Fyrir 10-12 
  • 3 kg blandað súpukjöt
  • 2 kg kartöflur
  • 2 bollar perlubygg
  • 4 handfylli grænkál
  • 8 gulrætur
  • 2 hnúðkál
  • 1 púrra
  • 2 rauðlaukar
  • 2 sellerístangir
  • heill hvítlaukur
  • 2 salvíugreinar
  • handfylli steinselja
  • 10 einiber
  • 1 msk blóðberg
  • lambakraftur eins og þarf
  • salt og pipar
  • Lea & Perrins Worchestershire sósa eftir smekk
  • smjör og olía til steikingar
Aðferð:
  1. Ég keypti tvo sagaða lambaframparta - skolaði þá undir krananum og þerraði vandlega. Saltaði ríkulega og pipraði.
  2. Hitaði svo pottinn rækilega, bræddi smjör í smá skvettu af jómfrúarolíu og brúnaði kjötið að utan.
  3. Skar rauðlauk, sellerí, þrjár gulrætur ásamt púrrunni og steikti í 10 mínútur þangað til grænmetið var mjúkt. Saltiði og pipraði.
  4. Svo raðaði ég kjötinu aftur ofan í pottinn og blandaði vandlega saman við grænmetið.
  5. Svo bætti ég meira vatni í pottinn, svo lambakrafti og hitaði varlega að suðu. Ég reyndi hvað ég gat að fleyta froðunni ofan af súpunni, þannig verður hún fallegri þegar hún er borin á borð.
  6. Tvær til þrjár msk af blóðbergi var bætt saman við.
  7. Nokkur ilmandi einiber.
  8. Nokkur bragðmikil salvíublöð.
  9. Og svo steinselja.
  10. Og ekki gleyma hvítlauknum - hann gefur ljúfan hita í súpuna sem gerir ekkert annað en að mýkja upp í manni andann og bæta hjá manni andardráttinn.
  11. Það er gott að leyfa þessari súpu að sjóða varlega í tvær klukkustundir eða svo. Þá er ágætt að hugleiða lífið og merkingu þess á meðan maður flysjar gulræturnar, hnúðkál og kartöflur og sneiðir niður í nokkuð álíka bita. Skerið einnig grænkálið niður.
  12. Mér finnst að íslenskt perlubygg eigi að vera í íslenskri kjötsúpu. Mér finnst það vera mun rökréttara en að nota hrísgrjón.
  13. Setjið tvær til þrjár handfyllir út í súpuna ásamt grænmetinu og sjóðið í um 25 mínútur þangað til að allt grænmetið er mjúkt í gegn. Saltið og piprið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert