30% af framleiðslunni stenst ekki skoðun

Yfir 100 litir hafa verið framleiddir af Le Creauset.
Yfir 100 litir hafa verið framleiddir af Le Creauset. mbl.is/Le Creuset

Þetta eru mögulega vinsælustu steypujárnspottar heims og við höfum skrifað ansi margar greinar um þá og steypujárn yfir höfuð en það eru þó nokkrir hlutir sem þú vissir ábyggilega ekki um Le Creuset pottinn þinn.

Það er saga á bak við appelsínugula litinn.

Fyrsti potturinn sem framleiddur var árið 1925 var hafður appelsínugulur og fékk nafnið Flame. Það voru þeir Armand Desaegher og Octave Aubecq sem sáu um hönnun hans og völdu þeir litinn. Innblásturinn var glóandi járn og hefur þessi litur verið í framleiðslu við miklar vinsældir allar götur síðan. Meira að segja verksmiðjan þeirra í Fresnoy-le-Grand í Frakklandi er máluð í appelsíungula litnum.

Marlyn Monroe elskaði Le Creuset.

Marlyn elskaði að elda og átti sett sem innihélt tólf stykki af mismunandi Le Creuset eldunarvörum í Elysees Yellow litnum sem er því miður ekki í framleiðslu lengur. Settið var boðið upp í New York árið 1999 og var selt fyrir tæpar þrjár milljónir króna.

Hann er fjölhæfari en þig grunar.

Flestir vita að þú getur notað pottinn til að sjóða góðan pottrétt eða heilelda kjúkling en það eru færri sem vita að það er líka hægt að baka í honum brauð, steikja kjöt, hægelda kássu eða djúpsteikja flest það sem þér dettur í hug.

Það er mjög strangt eftirlitskerfi.

Hver pottur sem framleiddur er þarf að standast skoðun hjá fimmtán manns áður en hann er seldur. Um 30% af framleiðslunni stenst ekki skoðun og oftast eru þeir pottar bræddir aftur og notaðir til að framleiða nýja - og gallalausa potta.

Það er misjafnt eftir löndum hvaða litur er vinsælastur.

Í augnablikinu hafa verið framleiddir yfir hundrað litir af pottunum vinsælu en það er misjafnt eftir löndum hvað litir eru vinsælastir. Í Bandaríkjunum er grunnlitirnir vinsælastir, Þjóðverjar eru hrifnir af Miðjarðarhafs bláum og Japanir eru allir í pastel litunum. Og Frakkarnir? Þeir eru hrifnastir af upprunalega appelsínugula litnum sem í Bandaríkjunum kallast Flame en heitir því kyngimagnaða nafni Volcanique á frummálinu.

Hér má sá brauð bakað í pottinum.
Hér má sá brauð bakað í pottinum. mbl.is/Le Creuset
Hér má sá upprunalega appelsínugula litinn sem nýtur alltaf mikilla …
Hér má sá upprunalega appelsínugula litinn sem nýtur alltaf mikilla vinsælda - þó ekki síst í Frakklandi. mbl.is/Le Creuset
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert