Dásamleg haustsúpa með asísku ívafi

mbl.is/Elle Decor

Þessi súpa er svo girnilega að jafnvel trénuðustu hjörtu taka aukaslag af hrifningu. Og nú er heldur betur tíminn til að elda hana þar sem vel flestar verslanir landsins eru að fyllast af dýrindis graskerum.

Karrí graskerssúpa

  • 2 msk ósaltað smjör
  • 1 lítill púrrulaukur, snyrtur og skorinn í þunnar sneiðar
  • 1 meðalstór laukur, sneiddur
  • 2 sellerístilkar, snyrtir og sneiddir
  • 3 hvítlauksgeirar, maukaðir
  • 1 stilkur af sítrónugrasi, þunnt sneiddur
  • 3 msk rautt karrí mauk
  • salt og ferskur pipar
  • 1 grasker eða 2 butternut grasker, úrvalið er ekki mikið hér á landi en butternut er yfirleitt til. Skrælið, steinhreinsið og skerið í munnbitastóra bita.
  • 10 bollar af ósöltu kjúklinga- eða grænmetissoði.
  • 120 ml rjómi
  • 60 ml hrein jógúrt
  • 3 greinar af kóríander, einungis laufin

Aðferð:

  1. Hitið smjörið í stórum potti á miðlungshita og bætið því næst púrrulauknum, lauknum og selleríinu. Setjið hvítlaukinn og sítrónugrasið í grisju og setjið út í pottinn ásamt karrímaukinu. Kryddið með salti og pipar. Eldið og hrærið reglulega í 7-8 mínútur eða þar til grænmeið er orðið mjúkt en ekki farið að brúnast. Bætið þá við graskerinu og eldið  í 5 mínútur til viðbótar og þá skal setja soðið og rjómann saman við. Látið suðuna koma upp, lækkið þá undir og látið malla í 30 mínútur. 
  2. Takið grisjuna upp úr pottinum. Maukið súpuna í góðum blandara í smáskömmtum, kryddið með salti og pipar. Sigtið súpuna að lokum og berið fram heita. Skreytið með jógúrt og kóríanderlaufum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert