Hvað er gott með slátri var spurt og netið ærðist

Slátur er herramannsmatur.
Slátur er herramannsmatur. mbl.is/Wikipedia

Þegar stórt er spurt verður oft mikið um svör og þessi spurning kallaði fram svo mögnuð svör að hörðustu matgæðingar hefur sjálfsagt ekki látið sér detta þau í hug. Hvað er gott með slátri var spurt og svörin létu ekki á sér standa og hugmyndirnar... voru sumar hverjar stórkostlegar á meðan aðrar jöðruðu mögulega við helgispjöll.

Spjallþráðurinn var í hópnum Matartips! á Facebook og endrum og eins reyndi einhver að vera fyndinn. Því var oftar en ekki tekið með takmörkuðum húmor og einum sprellaranum var sagt að loka á sér þverrifunni!

Bráðskemmtilegar pælingar og örugglega margt á þessum lista sem vert er að prófa.

Algengustu svörin við spurningunni: Hvað er gott með slátri? voru þessi:

  • Steikt blóðmör með spældu eggi
  • Kalt með skyri.
  • Steikt með kartöflum og jafningi.
  • Með skyri.
  • Með jafningi og rófustöppu
  • Með sírópi.
  • Með jafningi, kartöflum og dass af sykri yfir slátrið.
  • Á pítsu.
  • Með humar - surf and turf!
  • Sem borgari - svipað og Haggis borgari
  • Með kjötsúpu.
  • Með rauðkáli og sultuðum rauðlauk.
  • Með jólaköku.
  • Með hafragraut.
  • Steikt á pönnu.
  • Með sætkartöflumús og soðnum eplum eða perum.
  • Með kartöflugratíni.
  • Stöppuð lifrapylsa með Aromat kryddi.
  • Með rófustöppu.
  • Með sveppasósu
  • Með hangikjöti
  • Steikt upp úr sykri.
  • Grillað.
  • Með frösnkum og kaldri piparsósu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert