Laxaborgari í svörtu brauði með hvítlaukssósu

Aspasinn passar mjög vel með.
Aspasinn passar mjög vel með. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það er alltaf gaman að bjóða fólki upp á eitthvað sem það hefur ekki smakkað áður. Hamborgarar í heimabökuðu brauði taka einfalda mátíð upp um einn heilan í lekkerheitum svo ekki sé talað um ef brauði er svart! Það er tilvalið að baka nokkur auka og leyfa krökkunum að fara með svartar brauðbollur í nesti.

Fyrir 6
Laxabitar, 6 vænir laxbitar, skerið þunnildi frá
Chilíflögur í kvörn
BBQ Cajun krydd frá Pottagöldrum eða annað gott bbq krydd
Salat að eigin vali
Agúrkusneiðar
Annað grænmeti ef vill

Kryddið bitana og stillið ofninn á 100 gráður.
Látið bitana í ofn í 8 mínútur en hækkið svo hitann í 220 og setjið á grill í 4 mínútur. Bitarnir gætu þurft meiri tíma séu þeir ofur þykkir. Það má einnig vel steikja þá á pönnu til að fá stökka áferð.

Sósa:
200 g grískt jógúrt
1 tsk. límónusafi
1 tsk. límónubörkur, fínt rifinn
1 tsk. hunang
1-2 hvítlauksrif, pressað
2 msk. ferskt kóríander eða dill, smátt saxað

Allt hrært saman.

Svartar brauðbollur

Þessa uppskrift fengum við hjá Eyþóri Mar Halldórssyni á Public House Gastropub en þeir bjóða reglulega upp á borgara í svörtum brauðum. Úr uppskriftinni koma 6 brauðbollur. Það er sniðugt að baka ríflega og leyfa börnunum að fara með flippaðar brauðbollur í nesti.

400 g hveiti
60 g sykur
4 g þurrger
1,5 tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
220 ml volgt vatn
3 msk. olía
Smokkfiskblek eftir smekk, þ.e.a.s. hversu dökk þú vilt hafa brauðin. Blekið fæst í Fisku Kópavogi en það má einnig nota bara matarlit.

Öllum hráefnum er blandað saman nema vökvanum.

Smokkfiskblekið er sett út í vatnið (ath. það þarf einungis örlítið). Helltu vatninu og olíunni út í hveitiblönduna og hnoðaðu.Láttu deigið hefast í um 40 mínútur. Mótaðu bollur og láttu hefast í um 30 mínútur í viðbót

Brauðin eru loks gufusoðin í 15 mínútur.

Dökkur stout bjór gerir máltíðina enn dramatískari. Við buðum upp …
Dökkur stout bjór gerir máltíðina enn dramatískari. Við buðum upp á Víking Stout með borgaranum. Glasið fallega er frá Eva Solo og færst í Epal. mbl.is/Kristinn Magnússon
Svörtu sesamfræin fást víða t.d í Matbúri Kaju.
Svörtu sesamfræin fást víða t.d í Matbúri Kaju. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert