Besta aðferðin til að skera brauð í þunnar sneiðar

Hér má sá brauð bakað í pottinum.
Hér má sá brauð bakað í pottinum. mbl.is/Le Creuset

Það getur verið erfitt að skera brauð í þunnar sneiðar enda er það ekki á allra færi – eða hvað? Það vill svo skemmtilega til að brauðskurður er fólginn í tvennu og það er bara alls ekki svo flókið. Hið fyrra er sæmilegur hnífur en það gefur augaleið að þú skerð lítið með bitlausum hníf. En að því gefnu að þú sért sæmilega vopnaður – hvernig ferðu að því að skera þunnar sneiðar án þess að allt fari í klessu?

Aðferðin er einföld og ævaforn eins og sjá má á myndinni hér að neðan sem er hundrað ára úrklippa. Hér er mælt með því að hnífurinn sé hitaður, væntanlega með því að stinga honum í heitt vatn. Síðan skal þurrka vel af honum en hitinn á að tryggja að hnífurinn renni í gegnum brauðið.

Hvort þetta virkar skal ósagt látið en þetta virkar á kökur. Þið megið gjarnan koma með ábendingar til okkar á matur@mbl.is.

Húsráð standa alltaf fyrir sínu.
Húsráð standa alltaf fyrir sínu. mbl.is/skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert