Íslensk grillmenning á Kröst

Böðvar Darri Lemacks segir að fólkið sem sækir Kröst vera …
Böðvar Darri Lemacks segir að fólkið sem sækir Kröst vera fólk á aldrinum 45-55. Ásdís Ásgeirsdóttir

„Þetta er skemmtileg tilraun á matarmarkaðinum,“ segir Böðvar Darri Lemacks, yfirkokkur og einn af eigendum Krösts á Hlemmi. „Hér er íslensk grillmenning, við erum að vinna með heitt prótein og kalt meðlæti. Við erum hér með grillofn sem er kolaofn og gefur skemmtilegt bragð. Hér er mikið kjöt og fiskur en seljum mest af Krösti borgaranum okkar. Það er hakkað ribeye, 160 gramma borgari. Hann er vinsælastur en bleikjan kemur fast á hælana,“ segir Böðvar.

„Það hafa margir útlendingar komið í þessum mánuði en annars eru Íslendingar í miklum meirihluta. Svo er skemmtilegt að segja frá því að aldurshópurinn okkar er 45-55, það er stærsti markhópurinn okkar. Það er kannski fólkið sem kom á Hlemm í gamla daga sem unglingar,“ segir hann.

Bleikja

Fyrir 4

  • 4 roðflett bleikjuflök, skorin í um það bil 50 g bita
  • beikon, til að vefja utan um stykkin
  • smá sojasósa og hunang

Aðferð:

  1. Bleikjan er grilluð í 2-3 mín. á hvorri hlið og síðan bökuð í ofni við 180°C í um 10 mínútur.
  2. Gott er að pensla stykkin með blöndu af sojasósu og hunangi.

Sósa

  • 100 ml majónes
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 búnt vorlaukur
  • 2 msk hunang
  • salt og pipar

Salsa

  • 1 búnt af dilli, steinselju og kóríander
  • 2 stk. hvítur laukur
  • 1 paprika
  • 2 msk olía
  • 2 msk eplaedik
  • 1 chili
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Allt skorið í litla bita og blandað saman. Raðið saman á disk fiski, salsa og sósu.
  2. Gott er að bera fram með steiktum kartöflum.
Sérdeilis girnileg bleikja að hætti Kröst.
Sérdeilis girnileg bleikja að hætti Kröst. mbl.is/Kröst
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert