Skilmálar þessir gilda fyrir áskrift að Morgunblaðinu.
Áskrift að Morgunblaðinu, hvort heldur prentútgáfu eða rafrænni útgáfu, er einungis til heimilis- og einkanota nema viðkomandi áskrifandi geri sérstakt samkomulag um áskriftarleið sem felur í sér víðtækari aðgang. Óheimilt er að dreifa áskriftinni með hverjum þeim hætti að hún nýtist á fleiri stöðum en ætlast er til, svo sem með því að deila henni á milli heimila, á vinnustað, o.s.frv. Á þetta bæði við um áskrift að prentútgáfu Morgunblaðsins og rafrænni útgáfu Morgunblaðsins.
Árvakur áskilur sér rétt til að takmarka fjölda tækja eða vafra sem innan gefins tímabils nálgast rafræna útgáfu Morgunblaðsins og annað áskriftarefni í nafni tiltekins áskrifanda. Biðlurum umfram þennan fjölda verður þá meinaður aðgangur að viðkomandi efni þar til áskrifandinn hefur fjarlægt önnur tæki (eða aðra vafra) af aðgangslista sínum.
Uppsagnarfrestur ótímabundinna áskriftarsamninga er einn mánuður og uppsögn skal miðast við mánaðamót. Tímabundnir áskriftarsamningar skulu vera óuppsegjanlegir á samningstímanum. Áskrift er bindandi þar til henni er sagt upp með símtali, tölvupósti, skriflega eða á annan sannanlegan hátt á skrifstofu félagsins (á ekki við um kynningar eða gjafaáskriftir).
Stöðvi áskrifandi áskrift tímabundið eða hættir til lengri tíma áskilur Morgunblaðið sér rétt til að eiga í markaðssamskiptum við viðkomandi í gegnum síma, markpóst eða tölvupóst, í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga nr. 90/2018 og fjarskiptalaga nr. 70/2022. Með því að gerast áskrifandi og undirgangast þannig þessa áskriftarskilmála óskar áskrifandi eftir slíkum markaðssamskiptum og heimilar Árvakri þau þrátt fyrir ákvæði framangreindra laga. Áskrifanda er heimilt að afþakka slík markaðssamskipti með sama hætti og áskrift er sagt upp.
Áskriftargjald hvers mánaðar er greitt eftir á samkvæmt þeim gjaldskrár- og uppgjörsreglum sem eru í gildi á hverjum tíma hjá Árvakri. Gjalddagi áskriftargjalds er 1. dagur næsta mánaðar og eindagi 15 dögum síðar. Hafi áskrift ekki verið greidd mánuði eftir útgáfu reiknings stöðvast áskrift sjálfkrafa allt þar til áskriftarskuld er að fullu greidd. Ef áskrifandi greiðir ekki skuld á gjalddaga áskilur Árvakur sér rétt til að setja skuldina í innheimtu án frekari fyrirvara með tilheyrandi kostnaði.
Árvakur áskilur sér rétt til verðbreytinga á áskriftargjaldi Morgunblaðsins án fyrirvara. Upplýsingar um verð á áskrift er að finna á baksíðu Morgunblaðsins alla útgáfudaga ársins.
Áskrifanda og öðrum þeim sem nýta sér áskrift hans að Morgunblaðinu er óheimilt að nýta efni úr blaðinu nema til einkanota. Öll afritun, fjölritun og endurbirting er óheimil í hvaða formi sem er.
Áskrifanda ber að tilkynna til áskriftardeildar Árvakurs allar breytingar á áskriftarupplýsingum er hann varða, s.s. heimilisfangi, aðgengi eða öðrum upplýsingum sem mikilvægar eru til að blaðið berist með reglulegum hætti.
Kjósi áskrifandi sem greiðir áskriftargjaldið reglulega með greiðslukorti eða beingreiðslu að gera breytingar á greiðslufyrirkomulagi ber honum að tilkynna slíkar breytingar til Árvakurs eigi síðar en 13. dag úttektarmánaðar.
Kjósi áskrifandi sem greiðir áskriftargjaldið reglulega með greiðslukorti eða beingreiðslu að gera breytingar á áskrift, hvort heldur er varðandi samsetningu áskriftar sem greitt er fyrir eða greiðslumáta áskriftargjaldsins, ber honum að tilkynna slíkar breytingar til Árvakurs. Tilkynning skal berast eigi síðar en 13. dag næsta mánaðar á undan þeim mánuði sem breytingunum er ætlað að taka gildi.
Morgunblaðinu er dreift til áskrifanda samkvæmt beiðni hans og til móttöku á þann stað sem hann óskar eftir (póstkassa, í tölvupósti eða annan stað ). Engin ábyrgð er tekin á stuldi á blaði eftir afhendingu.
Morgunblaðinu er dreift til áskrifenda eigi síðar en klukkan sjö að morgni, þar sem samgöngur leyfa. Bregðist afhending blaðs til áskrifanda af einhverjum ástæðum er blaðinu dreift eins fljótt og auðið er.
Árvakur áskilur sér rétt til þess að breyta áskriftarskilmálum þessum. Breytingar skulu kynntar áskrifendum á heimasíðu félagsins á netslóðinni www.mbl.is. Kynnt skal í hverju breytingarnar felast og réttur áskrifanda til þess að segja samningi upp án frekari fyrirvara vegna breytinganna.
Brjóti áskrifandi gegn áskriftarskilmálum þessum er Árvakri heimilt, án fyrirvara, að stöðva dreifingu Morgunblaðsins til hans eða loka fyrir rafrænan aðgang áskrifanda að Morgunblaðinu og krefjast greiðslu skaðabóta skv. almennum reglum íslensks skaðabótaréttar.
Það skal ekki teljast vanefnd Árvakurs á áskriftarskilmálum ef fyrirtækinu er ókleift að efna skuldbindingar sínar vegna óviðráðanlegra ytri aðstæðna, "Force Majeure", er varða t.d. dreifingu blaðsins, prentun, pappír eða verkföll starfsmanna.
Áskriftarskilmálar þessir gilda frá 21. mars 2024.
Ágreiningsmál vegna þessara skilmála skal reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.