Þemu á blog.is

Hér má finna skjölun um þemasniðið á blog.is ásamt ýmsum tengdum upplýsingum sem gætu komið væntanlegum þemahöfundum að gagni.

Þemu og þemapakkar

Þema er safn skráa í sér möppu. Þegar möppunni með öllu innihaldi hennar er pakkað í zip-skrá kallast það þemapakki. Hægt er að sækja þemapakka fyrir öll þemu, sem notandi hefur aðgang að, með því að fara í Útlit → Þemapakkar í stjórnborðinu. Þar er einnig hægt að stofna ný þemu með því að senda inn þemapakka.

Þemað þarf að innihalda eina YAML-skrá, theme.yaml og a.m.k. eina CSS-skrá, theme.css. Þemað getur einnig innihaldið aðrar skrár, s.s. myndir og aðrar css-skrár, og er þá vísað í þær úr theme.yaml eða theme.css.

YAML er gagnalýsingasnið eins og t.d. XML, en er mun læsilegra fyrir venjulegt fólk en önnur slík snið. Því er nánar lýst á heimasíðu YAML-hópsins. Sniðið er mjög einfalt og fljótlært: allt sem þemahönnuðir þurfa að vita um það má læra á fimm mínútum.

CSS (Cascading Style Sheets) er útlitslýsingarmál, sérstaklega hannað fyrir vefsíður og skilgreint af vefstaðlaráðinu, W3C (World Wide Web Constortium). Á vef W3C er að finna sérstaka heimasíðu fyrir CSS-sniðið, þar sem m.a. er tengt inn á staðlaskilgreiningarnar. Margar vefsíður fjalla um CSS; hér er t.d. gagnlegur tenglalisti. Einnig eru til margar bækur um CSS.

YAML-skráin

YAML-skráin theme.yaml er kjarninn í þemaskilgreiningunni. Hér verður skoðað dæmi um hana. Að mestu er miðað við Rembrandt-þemað, en ýmsu bætt við til að sýna stillingar sem ekki eru notaðar þar.

Ætlast er til þess að YAML-skráin notist við ISO-8859-1 stafasettið, en ekki t.d. UTF-8. Síðar kann að verða hægt að stilla stafasettið með því að tilgreina það með einhverjum hætti í theme.yaml, en stuðningur fyrir slíkt er ekki fyrir hendi enn sem komið er.

YAML-skráin skiptist í allt að þrjú undirskjöl, sem aðgreind eru með "---" á sér línu: (1) almennar stillingar; (2) síðueiningalista; og (3) stílsniðsbreytur og tilbrigðalýsingu. Tvö fyrstnefndu undirskjölin eru nauðsynleg; hið þriðja er valfrjálst.

(1) Almennar stillingar

Fyrsta undirskjalið Í YAML-skránni innheldur ýmsar upplýsingar um þemað. Sumar skipta máli fyrir útlit þess eða virkni, aðrar eru einungis fyrir mannleg augu.

system-name o.fl.

system-name : rembrandt
name        : Rembrandt - með tilbrigðum
description : Skjalað dæmi um þemasniðið á blog.is

system-name er kerfisnafn þemans og jafnframt nafn möppunnar sem þemaskilgreiningin er í. Það þarf að vera strengur, sem eingöngu samanstendur af enskum lágstöfum, tölustöfum, "-", "_" og er einkvæmur fyrir eiganda þemans. Sami notandi getur semsagt ekki haft tvö eða fleiri þemu með sama system-name.

name og description eru nafn þemans og lýsing á mannamáli. name er það sem birtist í þemalistum; sem stendur birtist description hvergi, og þeim reit má sleppa ef vill.

Höfundur o.fl.

copyright   : Morgunblaðið 2006
author      : Netdeild Morgunblaðsins (Baldur Kristinsson)
author-url  : http://www.mbl.is/
date        : 2006-05-05
version     : 1.0
license     : GPL
license-url : http://www.gnu.org/licenses/gpl.txt
public      : yes

Hvatt er til þess að þemahöfundar tilgreini höfund, notkunarleyfi og dagsetningu með þeim hætti sem sést hér að ofan. Þessir reitir eru þó valfrjálsir.

Sviðið public hefur engin áhrif sem stendur, en kann síðar að verða notað til að ákvarða hvort aðrir en eigandi þemans eigi að geta notað það og/eða sótt þemapakka með því.

Skráalisti

files:
  - alexander.jpg
  - arrow.gif
  - books.jpg
  - bullet.gif
  - nightwatch.jpg
  - preview.png
  - readme.txt
  - romance.jpg
  - theme.css
  - youth.jpg

Hvatt er til þess að þemaskilgreiningunni fylgi listi yfir þær skrár, sem notaðar eru í þemanu. Slíkur listi er þó valfrjáls.

Bakgrunnur

background:
  - system-body: $[system_body_background]
  - system-content: $[system_content_background]

Ekki er ætlast til þess að CSS-skráin innihaldi útlitsskilgreiningar fyrir síðuhluta sem bera auðkenni (ID) sem hefjast á "system-". Séu slíkar útlitsskilgreiningar fyrir hendi kunna þær að verða síaðar út úr CSS-skránni við birtingu. Þemahöfundar geta þó stjórnað bakgrunn þessara síðuhluta með því að tilgreina hann í YAML-skránni eins og sést hér að ofan. system-body er síðan sem heild neðan við hausinn (þ.m.t. svæðið bak við auglýsinguna hægra megin); system-content er ramminn sem umlykur svæðið sem sjálft blogginnihaldið birtist á (content).

Gildið í þessum sviðum er notað sem skilgreining fyrir CSS-eiginleikann background, þannig að hér er ekki einungis hægt að tilgreina bakrunnslit, heldur einnig bakgrunnsmyndir og staðsetningu þeirra.

Sem sjá má eru notuð breytunöfn í bakgrunns-skilgreiningunni hér að ofan. Gildi stillibreytnanna eru tilgreind í þriðja undirskjalinu. Bakgrunnsstillingarnar eru sem stendur eini staðurinn í theme.yaml þar sem stuðningur er fyrir að setja inn breytugildi með þessum hætti.

Eftir innsetningu á breytunum $[system_body_background] og $[system_content_background] verður útkoman í ofangreindu dæmi:

background:
  - system-body: #806759
  - system-content: #bf7660

Lágmarksbreidd

min-width: 1080

Ef þema er með breytilega breidd eða miðjað innihald, getur verið erfitt að skilgreina css-reglur sem hindra að auglýsingin hægra megin fari yfir efni síðunnar hjá notendum með lága skjáupplausn eða mjóan vafraglugga. Hér kemur stillingin min-width til hjálpar með því að stilla lágmarksbreidd fyrir síðuna án þess að þurfa að lauma inn reglum fyrir div með auðkenni sem hefjast á "system-". Gildið þarf að vera milli 800 og 1200.

Ath: Þessi stilling er ekki til staðar í Rembrandt-þemadæminu.

Viðbótar-div

add-divs : 4

Hægt er að nota add-divs-sviðið til að bæta við <div>-tögum inn í ákveðnar síðueiningar, einkum dálkabox og bloggfærslur. <div> þessi fá CSS-klasanöfn frá "add1" og allt að "add8", enda eru leyfileg gildi fyrir þetta svið milli 1 og 8.

Ath: Þessi stilling er ekki til staðar í Rembrandt-þemadæminu, en er t.d. notuð í árstíðaþemunum til að skilgreina rúnnuð horn á viðkomandi síðuhlutum.

Dagsetingarstaðsetning

blog-entry-date: inside

Hægt er að nota þetta svið (sem reyndar er ekki notað í Rembrandt-þemadæminu) til að hafa áhrif á staðsetningu dagsetninga við bloggfærslur. Nothæf gildi hér eru: inside (sjálfgefið), outside og after.

Venjulega (þ.e. ef "inside" eða ekkert er tilgreint) er dagsetning hverrar bloggfærslu fremst í færslunni, framan við fyrirsögnina og inni í <div>-inu með klasanum blog-entry.

Ef "outside" er tilgreint, er dagsetning hverrar bloggfærslu utan við <div>-ið með klasanum blog-entry. Þannig má nota dagsetninguna sem eins konar fyrirsögn, sem verður sameiginleg fyrir fleiri en eina bloggfærslu ef þær eru frá sama degi (að því tilskildu að dagsetningarsniðið sem notandinn valdi innifeli ekki tíma heldur einungis dag).

Ef "after" er tilgreint kemur dagsetningin ekki ofan við bloggfærsluna heldur neðan við hana, í stöðulínuna þar sem flokkar, fastur tengill og (ef við á) breytingartími sjást.

Viðbótar-CSS

extra-css:
  Blog-frontpage    : blog-frontpage.css
  Photo-album-image : album-image.css

Undir "extra-css" er hægt að tilgreina css-skjöl sem einungis eru notuð á tilteknum undirsíðum. Lykillinn er síðu-ID (sjá síðar í þessu skjali) og gildið heiti css-skrárinnar.

Ath.: Þessi stilling er ekki til staðar í Rembrandt-þemadæminu.

Stílsnið fyrir prentun

print-css: print.css

Sé þess óskað getur þemahönnuður tilgreint sérstakt stílsnið fyrir prentun. Það er gert eins og sést hér að ofan.

Ath.: Þessi stilling er ekki til staðar í Rembrandt-þemadæminu.

Myndastærðir

Eftirtaldar stillingar varðandi myndastærðir og tengd mál eru fyrir hendi í þemalýsingunni fyrir Rembrandt-þemadæmið:

album-thumb-size: 90
album-thumb-format: square
album-thumbs-per-row: 5
album-image-size: 700
album-image-size-blog: 500

Eftirtaldar tvennar stillingar geta einnig haft áhrif á myndbirtingu, en eru ekki fyrir hendi í Rembrandt-þemadæminu:

album-thumbs-per-row-blog: 4
blog-entry-thumb-size: 300

Hér er nánari útlistun á merkingu þessara stillinga:

  • album-thumb-format: Getur verið "square" eða "proportional"; gert er ráð fyrir "square" ef ekkert er tilgreint. Smámyndir á yfirlitssíðu í myndaalbúmi eru ferningslaga ef gildið er "square"; annars er hlutföllum haldið í smámyndunum.
  • album-thumb-size: Lengri hlið smámyndar í dílum. Getur verið heiltala á bilinu 20-120 eða heiltala sem gengur upp í 10 á bilinu 130-240. Sjálfgefið gildi er 100.
  • album-thumbs-per-row: Heiltala sem gefur til kynna fjölda smámynda í röð á albúm-yfirlitssíðu. Sjálfgefið gildi er 0, sem þýðir að ekki er reynt að stjórna þessu, heldur er vafranum látið það eftir að reyna að koma fyrir eins mörgum smámyndum og hægt er í hverja línu.
  • album-thumbs-per-row-blog: Hliðstætt við album-thumbs-per-row, en á við hið sérstaka tilvik þegar yfirlitssíðan birtist í bloggumhverfi (með vinstri/hægri dálk o.s.frv.) fremur en albúm-umhverfi. Sem stendur er þó ekki stuðningur fyrir slíka birtingu, þannig að stillingin hefur ekki áhrif.
  • album-image-size: Heiltala sem gefur til kynna lengd lengri hliðar þeirrar myndar sem sést, þegar smellt er á smámynd á albúm-yfirlitssíðu. (Þegar svo aftur er smellt er á þessa stærri útgáfu, er myndin kölluð fram í fullri stærð). Eftirtalin gildi eru leyfileg: 480, 500, 600, 640, 700, 800 og 1024. Sjálfgefið gildi er 600. Sé upphaflega myndin minni en sem nemur þessu gildi er hún ekki stækkuð.
  • album-image-size-blog: Hliðstætt við album-image-size, en á við um myndina sem kemur fram þegar smellt er á mynd sem tengd hefur verið við bloggfærslu. Sjálfgefið gildi er 500.
  • blog-entry-thumb-size: Birtingarstærð myndar sem tengd hefur verið við bloggfærslu í færslunni sjálfri. Sjálfgefið gildi er 300.

(2) Síðueiningalisti

Síðueiningarnar og uppröðun þeirra

Í öðru undirskjalinu í YAML-skránni er lýst uppröðun síðueininga á síðunum.

Blog-frontpage:
  - Header-image
  - main-container
  -
    - Simple-navigation
    - Main-content
    - nav
    -
      - About-box
      - Navigation-box
      - Recent-entries-box
      - Categories-box
      - Pages-box
      - Custom-boxes-links
      - Calendar-box
      - Photos-albumlist-box
      - Photos-recent-box
      - Custom-boxes-html
      - Custom-boxes-people
      - Custom-boxes-books
      - Custom-boxes-music
      - Visits-box

Eins og sést hér að ofan er lykillinn heiti meginsíðueiningar (Blog-frontpage) og gildið er listi (eða öllu heldur tré) sem sýnir hvaða síðueiningar eiga að birtast í viðkomandi síðu, í hvaða röð þær eiga að vera og hvernig á að hópa þær saman.

Þau gildi í þessum lista sem eru með stórum upphafsstöfum eru síðueiningarnar sjálfar (t.d. About-box), en gildi með litlum upphafsstöfum eru <div> sem þemahöfundur skilgreinir sjálfur til að hópa saman tilteknum síðueiningum eða hafa með öðrum hætti áhrif á útlit síðunnar ("main-container", "nav"). Hið sérstaka gildi "Main-content" gefur til kynna staðinn þar sem meginsíðueiningin (í þessu tilfelli "Blog-frontpage") á að birtast.

Nöfn meginsíðueininganna eru sem hér segir:

  • Blog-frontpage: Bloggforsíða (nýjustu bloggfærslur).
  • Blog-entry: Stök bloggfærsla.
  • Blog-month: Bloggfærslur í tilteknum mánuði.
  • Blog-day: Bloggfærslur á tilteknum degi.
  • Blog-category: Bloggfærslur í tilteknum flokki.
  • Blog-search: Leitarform/-niðurstöður fyrir blogg.
  • Blog-fixed-pages: Fastar síður (listi)
  • Blog-guestbook: Gestabók bloggs
  • About: Um höfundinn
  • Video: Sýna myndskeið
  • Photo-album: Myndaalbúm - smámyndir með titlum.
  • Photo-image: Stök mynd (í albúmi eða utan)

Nöfn annarra síðueininga eru sem hér segir:

  • About-blog-box: Box um bloggið
  • About-box: Box um höfundinn
  • Amnesty-box: Fréttir frá Amnesty International
  • Archives-box: Mánuðir með bloggfærslum
  • Blog-friends-box: Bloggvinalisti
  • Blogs-link: Bloggarnir mínar (tengill á yfirlitssíðu)
  • Calendar-box: Dagatal
  • Categories-box: Listi yfir flokka
  • Colophon: Höfundarréttarupplýsingar
  • Countdown-box: Niðurtalning
  • Community-boxes: Ýmiss konar efni af blog.is
  • Custom-boxes-books: Bókalistar
  • Custom-boxes-html: Notandaskilgreint HTML-box
  • Custom-boxes-links: Tenglalistar
  • Custom-boxes-music: Tónlistarlistar
  • Custom-boxes-pages: Sérsniðinn færslulisti (box)
  • Custom-boxes-people: Listar yfir fólk
  • Custom-boxes-rss: RSS-box
  • Header-image: Blogghaus, e.t.v. með mynd
  • Header-title: Titill síðu
  • Mbl-boxes: Ýmiss konar efni af mbl.is
  • Music-player-box: Tónlistarspilari
  • Navigation-box: Leiðakerfis-box
  • Pages-box: Tenglar á fastar síður (box)
  • Photos-albumlist-box: Nýjustu myndalbúmin mín
  • Photos-link: Myndirnar mínar (tengill á yfirlitssíðu)
  • Photos-recent-box: Nýjustu myndirnar mínar
  • Poll-box: Skoðanakannanir
  • Recent-comments-box: Nýjustu athugasemdirnar
  • Recent-entries-box: Nýjustu bloggfærslur
  • Search-box-blog: Leitarbox fyrir bloggið þitt
  • Search-box-mbl-news: Leitarbox fyrir fréttir mbl.is
  • Simple-navigation: Einföld vöfrunarstika
  • Videos-recent-box: Nýjustu myndskeiðin mín
  • Visits-box: Heimsókna-box
  • Xmas-countdown-box: Niðurtalning til jóla

Auk þess að lista síðueiningar er hægt að tilgreina hvaða síðueiningar eiga að birtast á tiltekinni síðu með því að gefa til kynna að hún eigi að erfa aðra síðu, sem þegar hefur verið skilgreind:

Blog-entry:
  inherit: Blog-frontpage

Ef tiltekin síða er ekki tilgreind í listanum yfir síðueiningar er gert ráð fyrir að hún erfi Blog-frontpage.

Sérhver síðuskilgreining þarf beint eða óbeint að innihalda tilvísun í Main-content. Annars er þemaskilgreiningunni hafnað og villa kemur upp í vinnslu síðunnar.

Nöfn síðueininganna eru um leið nöfn (ID) þeirra <div>-a sem síðueiningarnar birtast inni í. Ef ekkert innihald er tiltækt til að birta í einhverri síðueiningu er þeirri síðueiningu sleppt ásamt umlykjandi <div>-i hennar.

Birtingarumhverfi síðueininganna

Hér að neðan sést ögn einfölduð mynd af birtingarumhverfi síðueininganna hvað umlykjandi HTML varðar. Þemahöfundur hefur sjálfur töluverða stjórn á hvað birtist þar sem stendur "INNIHALD HÉR" en ætti sem áður sagði ekki að reyna að hafa áhrif á annað í CSS-reglum sínum.

<body id="system-body" class="theme-rembrandt">
  <div id="system-content">
    <div id="content" class="blog-content">
      <!-- INNIHALD HÉR -->
    </div>
  </div>
  <div id="system-top"><!-- SÍÐUHAUS HÉR --></div>
  <div id="system-right-container">
    <div id="system-right">
      <div id="system-right-ad">
        <!-- AUGLÝSING HÉR -->
      </div>
    </div>
  </div>
  <!-- TALNINGARKÓÐI HÉR -->
</body>

CSS-klasi <body>-tagsins breytist eftir þemanu. CSS-klasi content-<div>sins er blog-content á bloggsíðum, album-content á albúmsíðum en other-content ef síðan heyrir hvorki undir blogg né myndaalbúm.

Til að geta fullnýtt sér möguleikana þarf þemahöfundur náttúrulega að skoða HTML síðnanna og kerfisstílsniðin (system.css og defaults.css) gaumgæfilega.

(3) Stílsniðsbreytur og stílbrigði

Í þriðja undirskjali YAML-skrárinnar er hægt að skilgreina bæði stílsniðsbreytur og svokölluð stílbrigði, en það eru samstillt gildi fyrir margrar stílsniðsbreytur í einu.

Stílsniðsbreytur

Hægt er að skilgreina breytur í theme.yaml og setja tilvísanir í þær breytur í theme.css. Í theme.yaml stendur þá t.d.:

heading_color:
  default:      #993700
  label:        Litur á fyrirsögnum
  configurable: yes

Og í theme.css er gildi breytunnar sett inn svona svona:

h1,h2,h3,h4,h5 { color: $[heading_color]; }

Þetta getur verið gagnlegt í tvennum tilgangi: annars vegar til að gera það auðveldara að búa til mörg svipuð þemu, og hins vegar til að gera notanda þemans kleift að stilla þessar breytur undir Útlit → Þemastillingar í stjórnborðinu án þess að þurfa að sýsla með þemapakka.

Í ofangreindu dæmi er heading_color augljóslega breytunafnið. Gildi lykilsins default (#993700) er sjálfgefið gildi breytunnar; label er skýringartextinn sem sést við viðkomandi breytu í stjórnborðinu (sé hún stillanleg); og configurable gefur til kynna hvort notandanum leyfist að stilla breytuna eður ei (gert er ráð fyrir "no" ef þetta er ekki tekið fram).

Stílbrigði

Til að tilgreina stílbrigði þarf fyrst að skilgreina hina sérstöku breytu VARIANTS:

VARIANTS:
  default-variant: Næturverðir Rembrandts (sjálfgefið)
  books:           Bókahillan
  youth:           Heilbrigð ungmenni
  alexander:       Alexander mikli
  romance:         Rómantísk kvöldstund

default-variant-lykilinn þarf að tilgreina, en það er nafn meginstílbrigðisins. Gott er að láta koma fram í lýsingunni að um sjálfgefið stílbrigði sé að ræða. Hin gildispörin gefa til kynna nafn og lýsingu þeirra stílbrigða, sem skilgreina á.

Stílbrigðagildin fyrir stillibreyturnar eru svo tilgreind eins og sjá má af eftirfarandi dæmi:

blog_header_font:
  default:      italic 2em tahoma
  label:        Letur fyrirsagnar í blogghaus
  configurable: yes
  variants:
    books:      italic 2em tahoma
    alexander:  italic 2em georgia
    youth:      bold 2em 'comic sans ms',sans-serif
    romance:    italic 2em palatino,'book antiqua','times new roman',times,serif

Viðeigandi gildi eru semsagt sett undir variants og lykluð á nafn viðkomandi stílbrigðis. Ekki þarf að tilgreina gildi fyrir tiltekið stílbrigði ef það á að vera hið sama og fyrir sjálfgefna stílbrigðið.

Síðast breytt 20.8.2009. Upphafleg útgáfa: maí 2006.

Guðjón E. Hreinberg | 17.4.2025

Samsæriskenning dagsins - 20250417

Guðjón E. Hreinberg Undanfarið hafa hliðverðir jaðarumræðna verið uppteknir víða á útlenzka Netinu, að skelfa okkur öll með hættunni á stríði Bandaríkjanna og Írans, með mismunandi flötum í rökræðum og vangaveltum. Hef hingað til látið sem vind um eyru þjóta, enda er… Meira
Hallur Hallsson | 17.4.2025

Forstýra fyrir forstjóra ... Femínizka byltingin gengur bara vel, takk fyrir ...

Hallur Hallsson Forstýra fyrir forstjóra. Það er búið að skipta um forstjóra Samgöngustofu þó Jón Gunnar Jónsson forstjóri hafi fyrir átta mánuðum verið endurráðinn til fimm ára 2024-2029. Kona er orðin forstýra. Viku fyrir 1. apríl síðastliðinn ávarpaði Jón Gunnar… Meira
Jónatan Karlsson | 17.4.2025

Þorgerður harmar opinberlega þáttöku Hafþórs í kraftlyftingum í Rússlandi, en...

Jónatan Karlsson Tvöfeldni og óheilyndi Þorgerðar Katrínar svokallaðs Utanríkisráðherra Íslands er óþolandi og ólíðandi og því fordæmi ég hana hér, opinberlega. Hún lýsir því yfir að þjóðarmorðið í Palestínu sé ólíðandi, en gerir þó ekkert annað en að koma máttlausum og… Meira
Rúnar Már Bragason | 17.4.2025

Niðurstaða breska dómstólsins fagnar fjölbreytileika

Rúnar Már Bragason Niðurstaða breska hæstaréttar um líffræðilega kyn er í raun niðurstaða að fagna fjölbreytileika. Það fæst með því að einfalda reglur og fjölbreytileikinn sé hugrænn en ekki lagalegur. Fjölbreytileiki fæst ekki með lögum eða kúgun um þátttöku á einhvern… Meira
Stjórnmálin.is | 17.4.2025

Fjármögnuðu stríðsvél Pútíns

Stjórnmálin.is Lesa meira… Meira
Björn Bjarnason | 17.4.2025

Flaustur verkstjórnar Kristrúnar

Björn Bjarnason Síðan hefur komið í ljós að flaustur ræður meira en forsjá við gerð lykilfrumvarpa sem eru smíðuð af ráðherrum ríkisstjórnarinnar en ekki endurflutt eins og þorri frumvarpanna á þingmálaskránni.… Meira
Arnar Sverrisson | 17.4.2025

Leynd, lygar, leyniher og launmorð. John Fitzgerald Kennedy

Arnar Sverrisson Donald John Trump lofaði að birta skjöl í tengslum við morðið á John F. Kennedy (f. 1917) í nóvember 1963. Morðið hefur hvílt eins og mara á bandarísku þjóðinni og heiminum öllum. Ég var tólf ára, þegar þetta viðbjóðslega morð átti sér stað. Harmurinn er… Meira
Torfi Kristján Stefánsson | 17.4.2025

Orð í tíma töluð!

Torfi Kristján Stefánsson Hér er verið að gagnrýna öskur í lýsingum íþróttafréttamanna á leikjum sem sýndir eru á Stöð tvö sport. Þetta á einnig við um RÚV og er einkar hvimleitt. Maður neyðist til að slökkva á hljóðinu til að losna við öskrin en þar með missir maður af… Meira
ÖGRI | 17.4.2025

GLEÐILEGA PÁSKA

ÖGRI GLEÐILEGA PÁSKA - [ bláklukkur ]… Meira
Páll Vilhjálmsson | 17.4.2025

Kvengervill er ekki kona

Páll Vilhjálmsson Karl sem segist kona er kvengervill en ekki kona. Annað orð er karlkona, það þriðja transkona. Úrskurður hæstaréttar Bretlands staðfestir sjálfsögð og augljós sannindi, að karl er eitt, kona annað. Undarlegt er að í menningu okkar urðu áhöld um… Meira
Gunnlaugur Halldór Halldórsson | 17.4.2025

Bæn dagsins...

Gunnlaugur Halldór Halldórsson Sá er situr í skjóli Hins hæsta og dvelst í skugga Hins almáttka segir við Drottin: ,,hæli mitt og háborg, Guð minn, er ég trúi á." Hann frelsar þig úr snöru fuglarans, frá drepsótt eyðingarinnar, hann skýlir þér með fjöðrum sínum, undir vængjum hans… Meira
Morgunblaðið | 17.4.2025

Skýringin á skorti á kunnáttu komin

Morgunblaðið Til hvers eru skólar? Spurningin virðist fjarstæðukennd því að flestir ganga líklega út frá því að skólar hafi þann tilgang að mennta fólk, fyrst og fremst ungt fólk, og búa það undir lífið. En nú er komið í ljós að þetta er ekki skýrt í hugum… Meira
Heimssýn | 17.4.2025

Öryggismál og Brusselspuni

  Heimssýn Í nýlegu viðtali við mbl.is lýsir forsætisráðherra Íslands, Kristrún Frostadóttir, heimsókn sinni til Brussel og segir frá áhuga forystumanna Evrópusambandsins á stöðu Íslands í öryggis- og varnarmálum. Um fund sinn með Ursulu von der Leyen sagði hún:… Meira
Ingólfur Sigurðsson | 17.4.2025

Valdið á bak við orðin, réttmætt eða ekki?

Ingólfur Sigurðsson Heimspekilegan efa vantar í flesta Íslendinga, að sjá margar merkingar á töfraorðum og tízkuorðum Fjölbreytileiki er tízkuorð sem kastar ryki í augu viðmælandans. Það hefur verið notað til að valdefla ýmsa hópa og er því áfram notað eins og töfraorð.… Meira
Ragnar Geir Brynjólfsson | 17.4.2025

Stuttbylgjur og stafrænt útvarp: Ný tækifæri í fjarkennslu fyrir þróunarlönd

Ragnar Geir Brynjólfsson Hvernig má koma námsefni til skila þar sem engin nettenging er til staðar og rafmagnið takmarkað? Ný tilraun með stafrænt útvarp (DRM – Digital Radio Mondiale) gefur tilefni til bjartsýni fyrir þróunarlönd og afskekkt svæði. Kennslustundir sendar í… Meira
Jóhann Elíasson | 17.4.2025

HVERS VEGNA ÍSLAND Á AÐ SEGJA UPP EES SAMNINGUM.........

Jóhann Elíasson Fyrir það fyrsta þá HEIMILAR STJÓRNARSKRÁ ÍSLANDS EKKERT VALDAFRAMSAL. Þó svo að einhverjir lögfræðingar á vegum INNLIMUNARSINNA segi að vaLdaframsal sé HEIMILT ef það er „AFMARKAÐ OG INNAN VISSRA MARKA“. Ég verð að segja eins og er AÐ ÉG HEF… Meira
Gústaf Adolf Skúlason | 17.4.2025

Bandaríkjastjórn framfylgdi lögum þegar hún vísaði hryðjuverkamanninum García úr landi

Gústaf Adolf Skúlason Fjölmiðlar vilja láta þig trúa því að Trump forseti ögri dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna í brottvísunarmáli Kilmar Abrego García, meðlimi glæpaklíkunnar MS-13. Demókratar reyna að gera málið að stórpólitík gegn Bandaríkjaforseta. Chris Van Hollen,… Meira
Þorgeir Eyjólfsson | 17.4.2025

Grænlendingar brosa í kampinn

Þorgeir Eyjólfsson Áhugavert er að fylgjast með íslenskum stjórnmálamönnum lýsa hneykslan sinni á áhuga forseta USA á Grænlandi. Lítið hefur komið fram um áform forsetans annað en að Grænlendingar sjálfir komi á endanum til með að ákveða hvort þeir vilji sjá breytingar á… Meira
Hjörvar O Jensson | 17.4.2025

Sammála: Öskrin í íslenskum lýsendum óþolandi.

Hjörvar O Jensson Ég kaupi nú ekki neinar af þessum rásum sem eru með íþróttaefni nema gamla góða RÚV. En samt heyri ég þessar lýsingar annað slagið þar sem ég kem og þær eru í gangi og þykir þær óþolandi. Fari ég ekki á Ölver að horfa á Enska boltann tek ég hann í gegn… Meira
Ásgrímur Hartmannsson | 17.4.2025

Brezka lögreglan fer í úrkynjunarþjálfun

Ásgrímur Hartmannsson Framtíð íslensku lögreglunnar " One of Britain’s largest police forces is mandating “equity training” for officers, focusing on “white privilege”, “micro-aggressions” and the distinction between “non-racist… Meira
Birgir Loftsson | 17.4.2025

Skattlandið Ísland

Birgir Loftsson Hæstu skattar á byggðu bóli eru á Íslandi. Þrátt fyrir það sér sósíalistastjórnin sem nú er við völd ástæðu til að leggja meiri skatta á borgara landsins, fyrirtæki og ferðamenn. Það á að skattleggja sjávarútveginn frekar, það á að skattleggja… Meira
Jón Magnússon | 17.4.2025

Aðeins kona sem er það líffræðilega við fæðingu er kona

Jón Magnússon Hæstiréttur Bretlands kvað samhljóða upp þann dóm í gær, að aðeins þær sem eru konur líffræðilega séu konur (only biological women are women). Ekki komi málinu við með hvaða hætti einstaklingur kyngreinir sig. Þetta hefur það í för með sér, að aðeins þær… Meira
Helga Dögg Sverrisdóttir | 17.4.2025

Kristján Kristjánsson fréttamaður á Vísi.is virðist hallur undir sína líka, sem skilgreina sig sem konur

Helga Dögg Sverrisdóttir Las gleðifrétt í Vísi um að konur væru konur og karlar eru karlar. Víða má finna fréttaflutning af máli Hæstaréttar Bretlands að konur eru skilgreindar fullorðin kvenkyns einstaklingur . Skilgreiningin kom ekki á óvart, enda hefur kona í orði og á borði… Meira
Ólafur Ágúst Hraundal | 16.4.2025

Gestapómenning í skjóli öryggis

Ólafur Ágúst Hraundal Það ríkir undarleg kyrrð í samfélaginu gagnvart þróun sem ætti að vekja upp háværar viðvörunarbjöllur. Lögregluyfirvöld og þá sérstaklega ríkislögreglustjóri virðast nú á ferðinni með að festa í sessi vald sem skerðir borgaralegt frelsi og dregur úr… Meira
Jóhann Elíasson | 17.4.2025

HVERS VEGNA ÍSLAND Á AÐ SEGJA UPP EES SAMNINGUM......... 6

Jóhann Elíasson Fyrir það fyrsta þá HEIMILAR STJÓRNARSKRÁ ÍSLANDS EKKERT VALDAFRAMSAL. Þó svo að einhverjir lögfræðingar á vegum INNLIMUNARSINNA segi að vaLdaframsal sé HEIMILT ef það er „AFMARKAÐ OG INNAN VISSRA MARKA“. Ég verð að segja eins og er AÐ ÉG HEF… Meira
Birgir Loftsson | 16.4.2025

Fleiri á móti því að íslenskur her verði stofnaður 7

Birgir Loftsson Skoðanakannanir eru ágætar út af fyrir sig en tækla kannski alveg veruleikann. Það kemur ekki á óvart að meirihluti landsmanna er á móti stofnun íslensks hers. Ástæðan er einföld, allir vita stofnun slíks hers kostar mikla fjármuni og hver vill borga… Meira
Geir Ágústsson | 15.4.2025

Þegar heykvíslarnar fara á loft 9

Geir Ágústsson Það er stundum erfitt að skilja mannkynssöguna. Hvernig tókst þjóðernissósíalistum í Þýskalandi að fá almenning til styðja við málstað sinn um yfirburði hvíta kynþáttarins, útrýmingu Gyðinga og allsherjarstríð á svo gott sem allan umheiminn? Hvernig… Meira
Páll Vilhjálmsson | 16.4.2025

Navalni, Eldur Smári og fréttamat Mbl., Vísis og RÚV 4

Páll Vilhjálmsson Stóru fjölmiðlarnir hér á Íslandi fjalla um fangelsun rússneskra blaðamanna sem skrifuðu um látinn andstæðing Rússlandsforseta, Alexei Navalni. Mogginn í viðtengdri frétt, einnig Vísir og RÚV gera frétt um stöðu tjáningarfrelsis í Rússlandi. Í gær var á… Meira
Guðjón E. Hreinberg | 17.4.2025

Óreiðuskoðun dagsins - 20250417 4

Guðjón E. Hreinberg Femínistar segja ekki frá því, en tveir þriðju hluta allra karlmanna hafa lent í því að konur þeirra grýta í þá heimilishlutum, og kúga þá tilfinningalega og vitsmunalega. Karlmenn eru kúgaðasti þjóðfélags- og menningarhópur allra tíma , en eru þannig… Meira
Jens Guð | 16.4.2025

Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski 6

Jens Guð Fullorðin hjón frá Fáskrúðsfirði brugðu sér í heimsókn til Önnu Mörtu frænku minnar á Hesteyri. Þau eru náttúruunnendur eins og hún. Þau þrjú röltu saman um land Hesteyrar og drukku í sig fegurð landsins. Nokkru fyrir ofan íbúðarhúsið er lítill foss.… Meira
Wilhelm Emilsson | 16.4.2025

Íslenskur her? 5

Wilhelm Emilsson Ísland er örríki. Íslenskur her yrði örher. Til hvers að eyða peningum í her sem engu gæti breytt ef innrás yrði gerð? Látum nægja að halda upp lögum og reglu í landinu. Það virðist ekki ganga neitt rosalega vel ef marka má fréttir síðustu… Meira
Magnús Sigurðsson | 16.4.2025

Heilagir hundar, perlur og svín 3

Magnús Sigurðsson Þeir geta verið margir og misjafnir vinirnir á facebook, kannski sem betur fer, en sumir eiga það til að deila þar hreinum gersemum. Svo er með Seyðfirðinginn og Þórshafnarbúann Jón Gunnþórsson, -frænda minn. Ég hef þekkt Jón frá því ég man eftir mér, og… Meira

Bílar og aksturBílar og akstur

Birgir Loftsson | 16.3.2025

200 milljónir í hraðahindranir á handónýtum götum

Birgir Loftsson Reykjavík er staður sem maður reynir að forðast í lengstu lög. Það er erfitt að ferðast um borgina. Það er rukkað fyrir allt í fröken Reykjavík. Ef bílnum er lagt, þarf að borga háar upphæðir. Ef keyrt er um borgina þá eru endalaus ljósagatnamót (og… Meira

BækurBækur

Ásgrímur Hartmannsson | 13.4.2025

Bob Morane ofl...

Ásgrímur Hartmannsson Goff Annað... en ekki það mikið annað. Allt annað. Þið þurfið þetta í líf ykkar Og svona fór fyrir Bob Moran. Nú teiknapur í sama stíl og Ben 10. Alveg magnað.… Meira

Enski boltinnEnski boltinn

Jóhann Elíasson | 9.3.2025

NÚ ER "TITILLINN" SENNILEGA Í "HÖFN" HJÁ MÍNUM MÖNNUM.....

Jóhann Elíasson Til þess að þeir hampi EKKI "TITLINUM" í lok deildarkeppninnar þarf nokkuð margt sem er allt að því óhugsandi að geti gerst að verða að raunveruleika OG Á ÞVÍ ERU VERULEGA LITLAR LÍKUR.........… Meira

FerðalögFerðalög

Sigurpáll Ingibergsson | 9.4.2025

Rómverjar - sjálfbærni og líffræðileg fjölbreytni

Sigurpáll Ingibergsson Var nýlega í Róm og varð uppnuminn af hinum fornu byggingum. Hofið Pantheon og risavaxna hringleikahúsið Colosseum eru mannvirki sem Rómverjar reistu fyrir meira en tvö þúsund árum – og þau standa enn. Í dag leka mörg ný hús á Íslandi og mygla í… Meira

HeimspekiHeimspeki

Ragnar Geir Brynjólfsson | 15.3.2025

Þróun heimsmyndar: Skammtafræðin ögrar skilningi á tíma og rúmi

Ragnar Geir Brynjólfsson Skammtafræðin hefur leitt af sér marga undarlega og djúpstæða eiginleika náttúrunnar sem stangast á við hefðbundna skynsemi. Einn af þeim er áhrif athugunar á niðurstöður mælinga. Þetta hugtak hefur lengi verið umfjöllunarefni vísindamanna og… Meira

KjaramálKjaramál

Gunnar Heiðarsson | 11.4.2025

Það er ekki leiðum að líkjast

Gunnar Heiðarsson Seint mun vinstristjórn hafna skattahækkunum. Þegar boðinn er fram matseðill skattahækkana mun verða vel étið af honum og lítið skilið eftir. Þessi matseðill snýr að ferðaþjónustunni. Matseðillinn sem snýr að sjávarútveginum er einfaldari, einungis einn… Meira

LífstíllLífstíll

Anna Ólafsdóttir Björnsson | 6.4.2025

Hvernig fólk sér þig?

Anna Ólafsdóttir Björnsson Segi stundum þá sögu að þegar ég lenti vondu gangbrautarslysi uppúr tvítugu og þurfti á endanum að láta negla beinin í handleggnum saman komst ég að því hvernig læknirinn sem gerði aðgerðina sá mig. Var í eftirskoðun og brosti mínu blíðasta þegar ég kom… Meira

LöggæslaLöggæsla

Tómas Ibsen Halldórsson | 16.3.2025

Hvað um okkur Íslendinga og okkar nær umhverfi. Má ekki efla landamæri okkar fyrir óþokkalíð sem hefur ekki áhuga á okkar málum?????

Tómas Ibsen Halldórsson Hvernig eigum við Íslendingar að taka þátt í hernaði og það á erlendri grund, meðan við getum ekki varið okkar eigin landamæri og haldið óþokkallíð utan landsteina okkar????? Ætlum við að stofna hersveitir og berjast við þá sem á okkur vilja herja eða þá… Meira

Menning og listirMenning og listir

ÖGRI | 7.4.2025

Portrait af Helgi Ásmundsson listamaður og model

ÖGRI Helgi Ásmundsson listamaður og model… Meira

Pepsi-deildinPepsi-deildin

Sigurður Kristján Hjaltested | 2.12.2024

Slepptu því.

Sigurður Kristján Hjaltested Menn sem vita ekki munin á karlmönnum og kvenmönnum og tilbúnir að eyðileggja okkar tungumál á skálum woke-ista, hafa ekkert á þing að gera. Vertu blessaður.… Meira

SjónvarpSjónvarp

Þorsteinn Valur Baldvinsson | 29.9.2023

Hættið einhliða fréttaflutning og að ljúga

Þorsteinn Valur Baldvinsson Þetta er ekki flókið vandamál sem fréttamiðlar standa frammifyrir, hættið að flytja einhliða áróður sem fréttir og gera þannig lygar stríðsaðila að ykkar fréttum. RÚV er skínandi dæmi um "fréttamiðil" sem flytur okkur einhliða "FRÉTTIR" af stríðandi… Meira

Spil og leikirSpil og leikir

Skákfélag Akureyrar | 4.4.2025

Svæðismótið; Nökkvi, Harpa og Sigþór unnu.

Skákfélag Akureyrar Svæðismót Norðurlands eystra var háð hér á Akureyri í dag, 4. apríl. Alls mættu 38 börn til leiks úr 8 skólum. Úrslit sem hér segir: Yngsta stig (1-4. bekkur): röð nafn f. ár skóli vinn 1 Nökkvi Már Valsson 2015 Brekkuskóli 6 2 Kolbeinn Arnfjörð… Meira

Stjórnmál og samfélagStjórnmál og samfélag

Jónatan Karlsson | 17.4.2025

Þorgerður harmar opinberlega þáttöku Hafþórs í kraftlyftingum í Rússlandi, en...

Jónatan Karlsson Tvöfeldni og óheilyndi Þorgerðar Katrínar svokallaðs Utanríkisráðherra Íslands er óþolandi og ólíðandi og því fordæmi ég hana hér, opinberlega. Hún lýsir því yfir að þjóðarmorðið í Palestínu sé ólíðandi, en gerir þó ekkert annað en að koma máttlausum og… Meira

TónlistTónlist

Þórarinn Jóhann Kristjánsson | 7.2.2025

Er Anders Jektvik hinn nýji Leonard Cohen?

Þórarinn Jóhann Kristjánsson Leonard Cohen var eitt áhrifamesta söngvaskáld 20. aldarinnar, þekktur fyrir ljóðræn og djúpstæð textaskrif, einstaka rödd og hæfileikann til að skapa hughrif sem snertu fólk um allan heim. En í nýrri kynslóð listamanna leynast tónlistarmenn sem minna á… Meira

Trúmál og siðferðiTrúmál og siðferði

OM | 29.3.2025

Dharma - Úr greinasafni Lífspekifélagsins

                                          OM  Af þeim sanskrítarorðum sem tekin hafa verið upp í hina andlegu hugmyndafræði er Dharma e.t.v. hið torskildasta eða tvíræðasta í hugum vestrænna andlegra nema. Dharma hefur stundum verið þýtt með lögmál, skylda, lífsstefna o.s.frv. Ég ætla mér ekki hér… Meira

UmhverfismálUmhverfismál

Bjarni G. P. Hjarðar | 4.4.2025

Wisconsin vs. Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Bjarni G. P. Hjarðar Frétt á RÚV um vilja meirihluta félagsmanna í veiðifélagin er áhugaverð í samhengi við kosningar um dómaraembætti í USA. Langt gengið samfélag kaupahéðna m.v. hógværð bændasamfélaginu.… Meira

ÚtvarpÚtvarp

Gústaf Adolf Skúlason | 14.10.2023

Er Útvarp Saga á barmi gjaldþrots?

Gústaf Adolf Skúlason Þegar ársskýrslur Útvarps Sögu undanfarin 3 ár eru skoðaðar kemur í ljós að félagið er í dúndrandi taprekstri. Tap félagsins fyrir 2022 er 20.729.660 kr og fyrir ár 2021 var tapið 16.244.311 kr eða samtals krónur 36.973.971 kr. Starfsmannakostnaður hefur… Meira

Viðskipti og fjármálViðskipti og fjármál

Sigurður Þorsteinsson | 15.4.2025

Sjálfboðaliðsfélögin í skotlínu stjórnvalda

Sigurður Þorsteinsson Sjálfboðaliðsstarf á Íslandi gerir Ísland að betra landi. Íþrótta og ungmennafélögin, slysavarnarfélögin með Landsbjörg, kvenfélögin, Oddfellow, Kíwanis, Rotary og fleiri félög Starf þessara félaga koma svo mörgu góðu áleiðis að án þeirra værum við… Meira

Vísindi og fræðiVísindi og fræði

Trausti Jónsson | 16.4.2025

Fyrri hluti apríl 2025

Trausti Jónsson Fyrri hluti apríl 2025 hefur verið mjög hlýr, þótt örlítið hafi slegið á hlýindin nú síðustu dagana. Meðalhiti í Reykjavík er +5,6 stig og er það +2,7 stigum ofan meðallags sömu daga 1991 til 2020 og +2,6 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Þetta er… Meira

BloggarBloggar

Guðjón E. Hreinberg | 17.4.2025

Samsæriskenning dagsins - 20250417

Guðjón E. Hreinberg Undanfarið hafa hliðverðir jaðarumræðna verið uppteknir víða á útlenzka Netinu, að skelfa okkur öll með hættunni á stríði Bandaríkjanna og Írans, með mismunandi flötum í rökræðum og vangaveltum. Hef hingað til látið sem vind um eyru þjóta, enda er… Meira

DægurmálDægurmál

Torfi Kristján Stefánsson | 17.4.2025

Orð í tíma töluð!

Torfi Kristján Stefánsson Hér er verið að gagnrýna öskur í lýsingum íþróttafréttamanna á leikjum sem sýndir eru á Stöð tvö sport. Þetta á einnig við um RÚV og er einkar hvimleitt. Maður neyðist til að slökkva á hljóðinu til að losna við öskrin en þar með missir maður af… Meira

EvrópumálEvrópumál

Heimssýn | 17.4.2025

Öryggismál og Brusselspuni

  Heimssýn Í nýlegu viðtali við mbl.is lýsir forsætisráðherra Íslands, Kristrún Frostadóttir, heimsókn sinni til Brussel og segir frá áhuga forystumanna Evrópusambandsins á stöðu Íslands í öryggis- og varnarmálum. Um fund sinn með Ursulu von der Leyen sagði hún:… Meira

FjármálFjármál

Jens Guð | 16.4.2025

Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski

Jens Guð Fullorðin hjón frá Fáskrúðsfirði brugðu sér í heimsókn til Önnu Mörtu frænku minnar á Hesteyri. Þau eru náttúruunnendur eins og hún. Þau þrjú röltu saman um land Hesteyrar og drukku í sig fegurð landsins. Nokkru fyrir ofan íbúðarhúsið er lítill foss.… Meira

ÍþróttirÍþróttir

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942 | 4.1.2025

Áramóta annáll fyrir 2024

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942 GLEÐILEGT ÁR 2025 Ég óska öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og ég þakka fyrir árið sem er að líða. Ég var í Texas um áramótin en nennti ekki að skrifa annálinn í símanum svo ég geymdi það þar til ég kom heim. Eins og áður… Meira

KvikmyndirKvikmyndir

Jón Magnússon | 9.3.2024

Siðlaus ríkisafskipti og mismunun

Jón Magnússon Íslenskir skattgreiðendur greiða framleiðendum bandarískra sjónvarpsþátta rúma 4 milljarða eða 35% heildarkostnaðar við framleiðslu þáttana. Er þetta ekki hámark siðleysis ríkisafskipta og niðurgreiðsla launa? Engin siðferðileg eða fjárhagsleg rök… Meira

LjóðLjóð

Höskuldur Búi Jónsson | 24.3.2025

Sigurey frá Drangsnesi

Höskuldur Búi Jónsson Langt er síðan ég setti hérna inn vísnaþátt (þ.e. með vísum eftir aðra en sjálfan mig). Ég var á kvæðamannafundi í síðustu viku í Reykholti og þar renna vísur upp úr nokkrum snillingum og greip ég eina og mundi nokkurn vegin, en hún er eftir Sigurey frá… Meira

Matur og drykkurMatur og drykkur

Gunnar Björgvinsson | 23.1.2025

Confession

Gunnar Björgvinsson I'm a shit man. For example, I eat pork and eggs. The animals are suffering........ maybe similar as in Auschwitz. Maybe I'm worse than the Nazis, maybe some of them were vegans? It is possibly worse to be mean to animals than to people. It's hard to say… Meira

Menntun og skóliMenntun og skóli

Bjarni Jónsson | 27.3.2025

Metnaðarlaust viðhorf til samræmds námsmats

Bjarni Jónsson Þann 23.03.2025 var Ríkisráðsfundur á Bessastöðum, þar sem hinn hvatvísi 1. þingmaður Suðurlands, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, úr Flokki fólksins, lét af embætti. Hún hafði orðið ber að dómgreindarbresti bæði fyrr og síðar. Viðhorf hennar til menntamála eru… Meira

SamgöngurSamgöngur

Örn Ingólfsson | 5.4.2025

Tafir

Örn Ingólfsson Tafirnar þurfa ekki að taka einhver ár! Af hverju í andskotanum er ekki farið að eins og er gert erlendis. Forsteiptar einingar sem fluttar eru á framkvæmdasvæðið á undan uppgreftri og vinnu við staðsetningu lagna sem eru til hjá Reykjavíkurborg og… Meira

SpaugilegtSpaugilegt

Kári Friðriksson | 19.2.2025

I will not cry,when Trump will die.Nýtt lag eftir mig á youtube.Karifrid.

Kári Friðriksson Endilega horfið á lagið mitt og deilið því,ef þið viljið... Annað lag eftir mig er "Let´s kill Putin with our mind.. Báðir eru slæmir fyrir heiminn...… Meira

StjórnlagaþingStjórnlagaþing

Jón Þórhallsson | 25.5.2019

Ég er ekki viss um að SKATTKRÓNUM FÁTÆKA FÓLKSINS sé vel varið í að borga mörgum alþingismönnum laun við að ræða einhver þingmál, langt fram eftir nóttu í marga daga:

Jón Þórhallsson Það eru mörg mál á Alþingi þess eðlis að þau þarfnast þess meira að æðstu topparnir í samfélaginu séu duglegri við "AÐ HÖGGVA Á ÓVISSU-HNÚTA" heldur en að þrasa um mál of lengi. Þess vegna ættum við að taka upp franska kosningakerfið hér á landi þ.e.… Meira

SveitarstjórnarkosningarSveitarstjórnarkosningar

Einar Björn Bjarnason | 31.12.2024

Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér virðist sennilegt, tilraunir Trumps til samninga, renni út í sand - í staðinn standi Trump við að halda stríðinu áfram, er hann metur Pútín ekki vilja frið - held mál fari þannig!

Einar Björn Bjarnason Staðan í stríðinu við árslok er sú: Rússland hefur hernumið ca. 3400 ferkílómetra lands, sl. 12 mánuði. Sem er ca. 2-falt það land Rússland tók, 2023. Hinn bóginn, eru enn milli 7 og 8 þúsund ferkílómetrar eftir af Donetsk héraði. Sóknarhraði Rússa hefur… Meira

TrúmálTrúmál

Gunnlaugur Halldór Halldórsson | 17.4.2025

Bæn dagsins...

Gunnlaugur Halldór Halldórsson Sá er situr í skjóli Hins hæsta og dvelst í skugga Hins almáttka segir við Drottin: ,,hæli mitt og háborg, Guð minn, er ég trúi á." Hann frelsar þig úr snöru fuglarans, frá drepsótt eyðingarinnar, hann skýlir þér með fjöðrum sínum, undir vængjum hans… Meira

Tölvur og tækniTölvur og tækni

Andri Steinn Jóhannsson | 11.8.2024

Eru gögn og afrit íslenskra fyrirtækja örugg fyrir gagnagíslatökum?

Andri Steinn Jóhannsson Hvað er gagnagíslataka? Ransomware-árás eða gagnagíslataka er tegund netárásar þar sem illgjarn hugbúnaður (e.malware) smitast inn í tölvukerfi, dulkóðar gögn fórnarlambsins og krefst lausnargjalds til að veita aftur aðgang að þeim. Afhverju þarft þú að… Meira

Utanríkismál/alþjóðamálUtanríkismál/alþjóðamál

Frjálst land | 15.4.2025

Mannfórnir

Frjálst land Kænugarðsstjórnin fórnar almennum borgurum og kennir Rússum um dauða þeirra -Um mánaðarmótin mars/apríl 2022 fundust hundruðir líka í bænum Bucha eftir morðæði úkraínskra hermanna. Upptökum af sviðsetningunni var dreift til falsfréttamiðla á… Meira

VefurinnVefurinn

Kristján Jón Sveinbjörnsson | 23.8.2024

Ólafur Þór Ólafsson hjá Sjóvá og vafasöm vinnubrögðin

Kristján Jón Sveinbjörnsson Ólafur Þór Ólafsson hjá Sjóvá og vafasöm vinnubrögðin Fjórar rúður hafa tjónast þar af ein rúða sem var með framleiðslugalla, sami gluggarammi og innra glerið í öllum tilfellum, sprungur aldrei á sama stað, í íbúð í fjölbýlishúsi síðan frá og með 2018… Meira

Vinir og fjölskyldaVinir og fjölskylda

Oddur Vilhelmsson | 5.4.2025

Söngsöknuður

Oddur Vilhelmsson Eitt alskemmtilegasta ferðalag sem ég hef farið um ævina var þegar ég tók upp á því að fara að læra söng, fyrst í einkatímum hjá hinum óviðjafnanlega Mikka Clarke, og svo í Tónlistarskólanum á Akureyri þar sem hjartagullið hún Magga Árnadóttir var lengst… Meira
Magnús Sigurðsson | 16.4.2025

Heilagir hundar, perlur og svín

Magnús Sigurðsson Þeir geta verið margir og misjafnir vinirnir á facebook, kannski sem betur fer, en sumir eiga það til að deila þar hreinum gersemum. Svo er með Seyðfirðinginn og Þórshafnarbúann Jón Gunnþórsson, -frænda minn. Ég hef þekkt Jón frá því ég man eftir mér, og… Meira
Jóhannes Loftsson | 16.4.2025

800 milljarðar gefnir Eimskip, Samskip og Sægreifunum

Jóhannes Loftsson Miklar verðhækkanir gætu verið í kortunum á innfluttri vöru ef Ísland mun staðfesta glórulaust samkomulag sem nú á að setja á skip. Ef marka má þessa frétt, þá eru að fara koma 49 þúsund króna gjald á útblástur skipa umfram það sem útblásturinn verður… Meira
Jens Guð | 16.4.2025

Anna frænka á Hesteyri í fasteignabraski

Jens Guð Fullorðin hjón frá Fáskrúðsfirði brugðu sér í heimsókn til Önnu Mörtu frænku minnar á Hesteyri. Þau eru náttúruunnendur eins og hún. Þau þrjú röltu saman um land Hesteyrar og drukku í sig fegurð landsins. Nokkru fyrir ofan íbúðarhúsið er lítill foss.… Meira
Helga Dögg Sverrisdóttir | 17.4.2025

Kristján Kristjánsson fréttamaður á Vísi.is virðist hallur undir sína líka, sem skilgreina sig sem konur

Helga Dögg Sverrisdóttir Las gleðifrétt í Vísi um að konur væru konur og karlar eru karlar. Víða má finna fréttaflutning af máli Hæstaréttar Bretlands að konur eru skilgreindar fullorðin kvenkyns einstaklingur . Skilgreiningin kom ekki á óvart, enda hefur kona í orði og á borði… Meira
Gústaf Adolf Skúlason | 17.4.2025

Bandaríkjastjórn framfylgdi lögum þegar hún vísaði hryðjuverkamanninum García úr landi

Gústaf Adolf Skúlason Fjölmiðlar vilja láta þig trúa því að Trump forseti ögri dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna í brottvísunarmáli Kilmar Abrego García, meðlimi glæpaklíkunnar MS-13. Demókratar reyna að gera málið að stórpólitík gegn Bandaríkjaforseta. Chris Van Hollen,… Meira
Geir Ágústsson | 15.4.2025

Þegar heykvíslarnar fara á loft

Geir Ágústsson Það er stundum erfitt að skilja mannkynssöguna. Hvernig tókst þjóðernissósíalistum í Þýskalandi að fá almenning til styðja við málstað sinn um yfirburði hvíta kynþáttarins, útrýmingu Gyðinga og allsherjarstríð á svo gott sem allan umheiminn? Hvernig… Meira
Heimssýn | 17.4.2025

Öryggismál og Brusselspuni

  Heimssýn Í nýlegu viðtali við mbl.is lýsir forsætisráðherra Íslands, Kristrún Frostadóttir, heimsókn sinni til Brussel og segir frá áhuga forystumanna Evrópusambandsins á stöðu Íslands í öryggis- og varnarmálum. Um fund sinn með Ursulu von der Leyen sagði hún:… Meira
Stjórnmálin.is | 17.4.2025

Fjármögnuðu stríðsvél Pútíns

Stjórnmálin.is Lesa meira… Meira
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir | 15.4.2025

Ástarvonir síðmiðaldra kvenna og rúlluterturaunir

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir Dásamleg skilaboð urðu til þess að ég fleygði frá mér heklunálinni, sparkaði rokknum frá mér, skellti mér í bomsurnar og dreif mig í strætó númer 12 áleiðis niður í bæ. Skilaboðin voru sannarlega ekki dulkóðuð þótt mikilvæg væru, heldur sögðu… Meira
Frjálst land | 15.4.2025

Mannfórnir

Frjálst land Kænugarðsstjórnin fórnar almennum borgurum og kennir Rússum um dauða þeirra -Um mánaðarmótin mars/apríl 2022 fundust hundruðir líka í bænum Bucha eftir morðæði úkraínskra hermanna. Upptökum af sviðsetningunni var dreift til falsfréttamiðla á… Meira
Páll Vilhjálmsson | 17.4.2025

Kvengervill er ekki kona

Páll Vilhjálmsson Karl sem segist kona er kvengervill en ekki kona. Annað orð er karlkona, það þriðja transkona. Úrskurður hæstaréttar Bretlands staðfestir sjálfsögð og augljós sannindi, að karl er eitt, kona annað. Undarlegt er að í menningu okkar urðu áhöld um… Meira
Arnar Þór Jónsson | 16.4.2025

Leikhús fáránleikans. Hver vill búa þar?

Arnar Þór Jónsson Eftir allar predikanir siðapostula "vóksins", eftir öll óþægindin sem konur hérlendis hafa mátt þola í nafni pólitískrar rétthugsunar, þar sem körlum með varalit hefur leyfst að spranga um í kvennaklefum sundlauganna og fullyrða að svart sé hvítt, - og… Meira