Hljómsveitin Korn kemur til Íslands

Korn.
Korn.

BANDARÍSKA rokksveitin Korn mun leika í Laugardalshöll 30. maí næstkomandi. Korn, sem stofnuð var í Kaliforníu árið 1992, reyndist áhrifamesta rokksveit tíunda áratugarins. Hún er forvígissveit í hinu svokallaða ný-þungarokki (nu-metal, hip-hop massive) þar sem hipp-hoppi og þungarokki er blandað saman með djúpstæðum textum. Korn mun hefja Evrópuferð sína vegna nýútkominnar plötu sem ber nafnið Take a Look In the Mirror í Reykjavík. Platan kom út í nóvember síðastliðnum. Korn hefur gefið út sex breiðskífur sem hafa selst í tugum milljóna eintaka um allan heim. Korn ('94), Life Is Peachy ('96) og Follow the Leader ('98) þykja allt skotheldar smíðar. Sveitin brást svo við æ meiri vinsældum nýþungarokksins (og útvötnun) með hinni innhverfu en níðþungu Issues árið 1999 og sýndu þar og sönnuðu hverjir væru leiðtogarnir. Plata þeirra Untouchables, frá 2002, er þá talin dýrasta rokkplata sem gerð hefur verið, en þeir félagar lágu yfir smíðinni í þrjú ár. Take a Look In the Mirror hefur þá verið að fá mjög góða dóma og segja rokkspekingar að Korn hafi enn og aftur náð að endurskapa sig án þess þó að tapa niður því sem gerir Korn að Korn. Upphitunaratriði á tónleikunum verða kynnt er nær dregur. Miðasala hefst í verslunum Skífunnar á Laugavegi 26, Smáralind og Kringlunni sunnudaginn 29. febrúar klukkan 21.00.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt eiga mikilvægar samræður við einhvern í fjölskyldunni í dag. Enda þótt fjármálin séu á hreinu er fleira sem þarf að skiptuleggja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Kathryn Hughes
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt eiga mikilvægar samræður við einhvern í fjölskyldunni í dag. Enda þótt fjármálin séu á hreinu er fleira sem þarf að skiptuleggja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Kathryn Hughes
5
Torill Thorup
Loka