Daðursímtöl milli Pitt og Jolie ein orsökin að skilnaðinum

Brad Pitt og Jennifer Aniston við frumsýningu á myndinni Tróju …
Brad Pitt og Jennifer Aniston við frumsýningu á myndinni Tróju í Cannes sl. vor. AP

Daðurssímtöl á milli Brad Pitt og Angelinu Jolie voru það sem gerði útslagið um að hann og Jennifer Aniston ákváðu að sækja um skilnað. Jennifer er sögð hafa orðið öskureið er hún heyrði eitt sinn samræður þeirra er hún tók upp símtólið á heimili þeirra, að því er fram kemur á vefritinu Ananova. „Jennifer var brjáluð. Brad var ljóst að þetta var búið,“ sagði heimildarmaður sem er náinn þeim.

Sagt er að símtalið hafi einungis verið kornið sem fyllti mælinn þegar kom að nánu sambandi Angelinu og Brad sem hafði verið í gangi í næstum því ár. Þau náðu vel saman þegar þau léku hjón í myndinni Herra og frú Smith á síðasta ári.

Heimildarmenn segja að þau hafi látið eins og eitthvað alvarlegt væri á milli þeirra og alltaf talað lágt í símann svo enginn heyrði í þeim. „Það hefur aldrei verið auðvelt að vera gift manninum sem er sagður kynþokkafyllti og eftirsóknarverðasti maður í heimi,“ sögðu heimildarmennirnir.

Lengi hafði verið orðrómur um að ekki væri allt sem skyldi í hjónabandinu. „Brad leyndi því aldrei að hann vildi fjölskyldu en Jennifer neitaði því, vildi frekar einbeita sér að því að byggja upp frama sinn,“ sögðu heimildarmennirnir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka