Lög Bjarkar í jassútsetningum

Áhrif Bjarkar Guðmundsdóttur eru ótvíræð.
Áhrif Bjarkar Guðmundsdóttur eru ótvíræð. AP

Áhrif Bjarkar Guðmundsdóttur á aðra tónlistarmenn eru óumdeild og hún nýtur víða mikillar virðingar og aðdáunar. Nú hafa jasstónlistarmenn í New York stofnað hljómsveit, Travis Sullivan's Bjorkestra, sem flytur tónlist Bjarkar í jassútsetningum.

Á heimasíðu hljómsveitarinnar segir, að tónskáldið, útsetjarinn og hljóðfæraleikarinn Travis Sullivan hafi myndað einstaka hljómsveit sem ekki sé hægt að draga í ákveðna tónlistarstefnudilka. Þar sé framsæknu teknópoppi Bjarkar blandað saman við hljóma og eðli nútímajass. Í hljómsveitinni, sem er 18 manna, séu bestu jasstónlistarmenn New York auk söngkonunnar Diana Kazakova, sem flytji nánast öll lög Bjarkar í útsetningum Sullivans.

Þá kemur fram að einstakir hljóðfæraleikarar í sveitinni hafi m.a. leikið með Charlie Hunter, Clark Terry, Ray Charles, The Spam Allstars, Jessica Simpson og Saturday Night Live Band.

Heimasíða Travis Sullivan's Bjorkestra

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant