Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Oliver Stone var handtekinn á föstudagskvöld á Sunset Boulevard í Beverly Hills grunaður um ölvun við akstur og fyrir að hafa ólögleg lyf undir höndum. Lögreglan hefur ekki upplýst um hvers konar lyf var að ræða. Stone var látinn laus gegn tæplega 1 milljónar króna tryggingu morguninn eftir.
Stone var stöðvaður í tengslum við sérstakar aðgerðir lögreglunnar í Kalíforníu gegn ölvunarakstri. Að sögn John Edmundson, lögregluvarðstjóra, fundust lyfin við leit í Mercedes-bíl Stones.
Kunnustu kvikmyndir Stones eru JFK, Platoon Boog rn on The Fourth of July. Nýjasta mynd hans er Alexander sem fjallar um Alexander mikla.