Miðasala á Antony and the Johnsons hefst á þriðjudag

Antony Hegarty með Mercury-verðlaunin.
Antony Hegarty með Mercury-verðlaunin. AP

Miðasala á tónleika Antony and the Johnsons í Fríkirkjunni í Reykjavík 10. desember hefst þriðjudaginn 20. september kl. 10. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu Austur Þýskalandi, sem stendur fyrir tónleikunum, verður Fríkirkjunni skipt í 3 verðsvæði og 4 miðasvæði. Miðaverð í bestu sæti er 5150 krónur auk miðagjalds. Í næst bestu sætin kostar miðinn 4600 krónur og 3900 auk miðagjalds í ódýrustu sætin. Svæði í bestu sæti verður tvískipt sem á að tryggja að þeir sem kaupa sér fyrstir miða fá bestu sætin sem eru næst sviðinu.

Antony Hegarty og félagar eru um þessar mundir að hefja síðari helming hljómleikaferðar sinnar í tengslum við útkomu hljómplötunnar I am a bird now, sem nýlega hlaut bresku Mercury tónlistarverðlaunin. Hljómsveitin hefur bætt við sig trommuleikara en á fyrri helmingi hljómleikaferðalagsins var enginn trommuleikari með í för.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant