Íslenskir og erlendir tónlistarmenn styrkja náttúruvernd

Damon Albarn.
Damon Albarn. AP

Björk Guðmundsdóttir, Damon Albarn, Hjálmar, Sigur Rós og fleiri listamenn munu koma fram á tónleikum í Laugardalshöll 7. janúar næstkomandi til að vekja athygli á náttúruvernd á Íslandi. Náttúrufélag Íslands stendur að tónleikunum, en á þeim koma fram Ham, Magga Stína, Múm, Sigur Rós, Hjálmar, KK, Rass, Björk, Ghostigital, Damon Albarn og Egó.

Að sögn skipuleggjenda munu fleiri listamenn bætast við, innlendir sem erlendir. Listamennirnir, skipuleggjendur og þorri starfsmanna tónleikanna gefa vinnu sína og hugsanlegur hagnaður af tónleikunum mun renna í sérstakan sjóð Náttúrufélags Íslands sem notaður verður til að styðja við náttúruvernd á Íslandi.

Miðasala á tónleikana hefst fimmtudaginn 1. desember kl. 10 á midi.is, í verslunum 12 tóna, Smekkleysu, BT og Skífunnar. Einnig verður hægt að kaupa miða í Kaffi Hljómalind. Miðinn kostar 3000 kr. í stúku en 2000 kr. í stæði auk miðagjalds.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka