Schwarzenegger og Stallone leika saman í hasarmynd

Ríkisstjóri Kaliforníu ætlar að taka upp leikaraferilinn á ný.
Ríkisstjóri Kaliforníu ætlar að taka upp leikaraferilinn á ný. Reuters

Arnorld Schwarzenegger og Sylvester Stallone sameina sína töluverðu krafta í nýrri hasarmynd. Myndin heitir Brutal Deluxe og verður það í fyrsta sinn sem stjörnurnar birtast saman í kvikmynd.

Schwarzenegger skipti leikaraferlinum út fyrir stjórnmálin 2003 og varð ríkisstjóri Kaliforníu, en myndatökur hefjast um leið og kjörtímabilinu lýkur.

Það er nokkuð síðan þessir herrar hafa leikið í vinsælli hasarmynd, en þeir drottnuðu yfir þeim markaði á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.

Tvær síðustu myndir Schwarzeneggers Around The World In 80 Days og Terminator 3: Rise Of The Machines sem komu út 2003 og féll hvorug í kramið hjá kvikmyndahúsagestum. Stallone sló síðast í gegn þegar hann talaði inn á teiknimyndina Antz 1998. „Sly” er þessa stundina að vinna að fimmtu myndinni í Rocky myndaröðinni.

Þrátt fyrir harða samkeppni hafa jaxlarnir frægu verið vinir til margra ára og opnuðu til dæmis saman skyndibitakeðjuna Planet Hollywood.

Stallone gerir fimmtu Rocky-myndina og skellir sér síðan í mynd …
Stallone gerir fimmtu Rocky-myndina og skellir sér síðan í mynd með Schwartzenegger. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant