Ice-T ætlar að framleiða rappplötu með David Hasselhoff

David Hasselhoff svalur að vanda.
David Hasselhoff svalur að vanda. Reuters

Rapparinn Ice-T hyggst framleiða fyrstu rappplötu leikarans og söngvarans David Hasselhoff. Þeir félagar eru nágrannar í Los Angeles og frásagnir herma að þeir séu orðnir góðir vinir. Hasselhoff er engin nýgræðingur þegar það kemur að plötuútgáfu enda hefur kappinn gefið út fjórar breiðskífur og þá nýtur hann mikilla vinsælda í Þýskalandi.

„Maðurinn er goðsögn,“ segir Ice-T. „Við ætlum okkur að sýna á honum nýja hlið.“

Ice-T, sem var skýrður Tracy Morrow, er sannfærður um að hinn 51 árs Hasselhoff geti haslað sér völl meðal stærstu nafnanna í rappi.

Ice-T segir að Hasselhoff muni notast við nafnið Hassle the Hoff. „Hoff mun koma mörgum á óvart með rapphæfileikum sínum og skopskyni,“ segir Ice-T.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant