Arctic Monkeys sigurstranglegir

Söngvari og gítarleikari Arctic Monkeys, Alex Turner, á tónleikum í …
Söngvari og gítarleikari Arctic Monkeys, Alex Turner, á tónleikum í febrúar. Reuters

Tólf hljómsveitir standa nú eftir með pálmann í höndunum og möguleikann á að hreppa hin eftirsóttu Mercury-verðlaun í Bretlandi fyrir bestu plötu ársins. Verðlaunin eru veitt fyrir bestu nýju tónlist á árinu á Bretlandi og í Írlandi, óháð tónlistarstefnum. Eins og venja er til voru ýmis "örugg" nöfn á listanum yfir hina tilnefndu en þar má líka finna undarlegheit.

Það kemur til dæmis fáum á óvart að plötuna Whatever People Say I Am, That's what Im Not með Arctic Monkeys er að finna á listanum. Hún sló rækilega í gegn í Bretlandi og varð sú plata sem hefur selst hraðast í sögu vinsældalista, en hún fór í meira en 360.000 eintökum í fyrstu vikunni. Platan þykir sigurstrangleg en hún hefur til dæmis að geyma smellinn "I Bet You Look Good On The Dancefloor". Í umsögn dómnefndar segir að á plötunni sé að finna "frábær lög í mjög góðum flutningi".

Eins er platan Eraser með hinum reynda Thom Yorke tilnefnd. Radiohead hefur einmitt tvisvar verið tilnefnd til verðlaunanna og hældi dómnefndin nýju sólóplötunni hans Yorke fyrir "einstakan hljóm og ljóðræna sýn".

Scritti Politti óvænt á lista

Á meðal tilnefndra má sjá kunnugleg nöfn eins og Editors, Guillemots, Muse og Sway. En þar er líka óvænt að finna plötuna White Bread, Black Beer með hinum gamalkunna listamanni Scritti Politti sem hefur ekki sést á vinsældalistum síðan á níunda áratugnum. Scritti Politti byrjaði sem hljómsveit, en hefur frá upphafi níunda áratugarins eingöngu verið skipuð aðalsprautunni Green Gartside. Á meðal eldri smella má nefna Wood Beez (Pray Like Aretha Franklin), The Word Girl og Perfect Way af plötunni Cupid og Psyche frá 1985.

Scritti Politti er ekki eini skrattinn í sauðarleggnum á tilnefningalistanum, en á meðal vinsæla efnisins má iðulega finna a.m.k. eina djassplötu. Að þessu sinni er það Melting Pot með Zoe Rahman.

Sigurvegari síðasta árs var Antony and the Johnsons, en það verður tilkynnt hver hlýtur hnossið að þessu sinni 5. september.

Listi yfir hina tilnefndu í heild: Editors - The Back Room Thom Yorke - The Eraser Richard Hawley - Coles Corner Hot Chip - The Warning Isobel Campbell and Mark Lanegan - Ballad of the Broken Seas Zoe Rahman - Melting Pot Sway - This Is My Demo Lou Rhodes - Beloved One Muse - Black Holes and Revelations Guillemots - Through the Window Pane Scritti Politti - White Bread, Black Beer Arctic Monkeys - Whatever People Say I Am, That's What I'm Not
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson