Ótímabær dánarfregn

Nýlega var annar af höfundum lagsins "Itsy Bitsy Teenie Weenie Yellow Polka Dot Bikini" ranglega sagður látinn í ýmsum fjölmiðlum eftir að AP-fréttaveitan hafði skýrt frá andláti hans. Misskilningurinn kom upp eftir dauðsfall manns sem hafði talið eiginkonu sinni trú um að hann væri höfundurinn að laginu.

Að sögn ekkju Pauls Van Valkenburgh, Rose Leroux, hafði eiginmaður hennar haldið því fram, í þau fjörutíu ár sem þau voru gift, að hann hefði samið lagið undir nafninu Paul Vance, en síðar selt réttinn að höfundarlaunum sem ungur maður. Að sögn frú Leroux var hún miður sín yfir að komast að hinu sanna í málinu eftir allan þennan tíma.

Á fréttavef BBC er haft eftir hinum eiginlega Paul Vance að síminn hafi ekki stoppað undanfarna daga þar sem fólk haldi að hann hafi safnast til ferða sinna. Vance, sem í dag á keppnishesta, sagði ennfremur að tveir hesta sinna hefðu verið dregnir til baka úr keppni á miðvikudaginn af sömu sökum.

Peningauppspretta

Vance samdi lagið á sínum tíma í félagi við Lee Pockriss. Það var Brian Hyland sem upprunalega söng lagið inn á plötu en í þeirri útgáfu komst það á topp bandaríska smáskífulistans árið 1960. Síðan þá hefur "Itsy Bitsy Teenie Weenie Yellow Polka Dot Bikini" hljómað í myndum á borð við Sister Act 2 og Revenge of the Nerds 2.

"Lagið er peningauppspretta," sagði Vance og reiddi fram sönnun um viðtöku höfundarlauna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant