Vill ekki skipta Evrópu í tvennt

Eiríkur Hauksson.
Eiríkur Hauksson. mbl.is/Eggert

Eiríkur Hauksson segist ekki hrifinn af þeirri hugmynd að skipta Evrópu í tvennt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í samtali við norska dagblaðið Aftenposten.

Eiríkur segir menn ekki mega gerast of gagnrýna á keppnina, tónlistin sé það sem skipti öllu máli.

Hann vildi þó gjarnan leggja niður sms-kosningu í keppninni og taka upp gamla stigagjafarfyrirkomulagið, að dómnefnd í hverju landi gefi lögunum stig. Ekki mætti gera lítið úr tónlist ríkjanna sem komust áfram, mikið væri af góðri tónlist frá austanverðri Evrópu. Ísland hafnaði í 13. sæti í undankeppninni, hlaut 77 stig. 14 stigum munaði að Eiríkur kæmist í úrslit.

Aftenposten segir mikið hafa verið rætt um það í Helsinki seinustu daga að níu af þeim tíu löndum sem komust áfram í forkeppninni skyldu vera frá Austur-Evrópu.

Eiríkur sagði í samtali við Morgunblaðið eftir forkeppnina að „austurblokkin" hefði hana í hendi sér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant