Bandarísk stúlka til Hamars

Kvennalið Hamars í Hveragerði hefur samið við bandarísku körfuknattleiksstúlkuna La Kiste Barkus um að spila með liðinu á komandi vetri. Hún lék með Keflvíkingum síðari hluta tímabilsins 2005-2006. Hún er bakvörður og var með 23,3 stig að meðaltali í leik með Keflavík, tók 8 fráköst og átti 4,7 stoðsendingar í leik.

Tveir ungir körfuknattleiksmenn hafa gengið til liðs við 1. deildar lið FSu, þeir Daði Berg Grétarsson, sem kemur úr Fjölni, og Egill Egilsson úr Snæfelli. Báðir voru piltarnir í U16 ára liði Íslands sem varð Norðurlandameistari í vor. FSu er lið Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og endaði í þriðja sæti 1. deildar í fyrra.

Ragnar Steinarsson er hættur störfum sem þjálfari knattspyrnuliðs Reynis í Sandgerði. Ragnar hefur stýrt liðinu ásamt öðrum Keflvíkingi, Jakobi Jónharðssyni, en sá síðarnefndi mun nú alfarið sjá um þjálfun liðsins út leiktíðina. Þegar fimm umferðir eru eftir í 1. deildinni sitja Reynismenn á botninum.

Óttast er að Kieron Dyer leikmaður Íslendingaliðsins West Ham hafi fótbrotnað þegar hann var tæklaður illa á upphafsmínútunum í leik West Ham og Bristol Rovers í deildabikarkeppninni í gærkvöld. Dyer, sem gekk í raðir West Ham frá Newcastle, var fluttur á sjúkrahús til skoðunar.

Knattspyrnumaðurinn Rafn Vilbergsson leikur ekki meira með Njarðvík í 1. deildinni í sumar. Rafn er með slitið krossband og rifinn liðþófa í hné.

Framarar hafa samið við pólska handknattleiksmanninn Filip Kliszczyk til þriggja ára. Hann á um 70 landsleiki að baki fyrir Pólland og hefur undanfarin ár spilað með Amicitia og Grasshoppers í Sviss en hann er þrítugur og spilar bæði sem skytta og miðjumaður. Kliszczyk, kom til landsins s.l. laugardag, og er byrjaður að æfa með Fram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant