„Þetta er bara Hara"

Rakel og Hildur sendu nýverið frá sér sína fyrstu plötu …
Rakel og Hildur sendu nýverið frá sér sína fyrstu plötu sem inniheldur tónlist sem er allt frá því að vera diskó yfir í popp, rokk og smávegis kántrí. mbl.is/Frikki

„Við gerðum þetta bara sjálfar, við vorum ekki með neinn plötusamning eða neitt þannig," segir Rakel Magnúsdóttir sem ásamt systur sinni, Hildi Magnúsdóttur, skipar Hara-dúettinn frá Hveragerði. Þær systur sendu nýverið frá sér sína fyrstu plötu, en eins og margir eflaust muna slógu þær í gegn í X-factor keppninni síðastliðinn vetur. Þrátt fyrir að hafa hafnað í öðru sæti í keppninni ákváðu þær systur strax að gefa út plötu.

„Við höfum nefnilega mikið verið að syngja og skemmta og okkur fannst ofsalega leiðinlegt að eiga ekkert efni sjálfar, heldur vera alltaf að herma eftir öðrum. Okkur fannst að ef við ætluðum að gera þetta af einhverri alvöru ættum við að reyna að koma með efni frá okkur sjálfum."

Rakel segir mjög fjölbreytta tónlist að finna á nýju plötunni. „Þetta er allt frá því að vera diskó yfir í popp, rokk og meira að segja smávegis kántrí. Þetta er bara bland í poka," segir hún.

Þess má loks geta að Hara-systur verða með útgáfupartí í kjallara Skífunnar við Laugaveg fimmtudaginn 1. nóvember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant