Ljósmynd eftir íslenskan ljósmyndara verður sýnd á risaskjá á Times Square

Mynd Guðrúnar nefnist Balconies og mun birtast á risaskjá á …
Mynd Guðrúnar nefnist Balconies og mun birtast á risaskjá á Times Square á laugardaginn. mbl.is/Guðrún Gísladóttir

Ljósmynd sem íslenski áhugaljósmyndarinn Guðrún Gísladóttur sendi Kodak hefur verið valin sem mynd dagsins á vefsíðu Kodak á laugardaginn kemur og mun myndin einnig birtast á nokkurra mínútna fresti á risaskjá á Times Square í New York þann daginn. Guðrún sagðist vera að vonum ansi ánægð með að fá að sýna á 1700 fermetra risaskjá í New York.

Marianna O’Brien myndritstjóri hjá Kodak var mjög hrifin af myndinni og sagðist sjálf hafa reynt að taka slíkar myndir og sagðist vita hvað það er erfitt að ná réttum áhrifum.

Mynd Guðrúnar þykir vera vel heppnuð tæknilega séð og vel lukkuð sjónhverfing.

Myndina tók Guðrún á Vesturbrú í Kaupmannahöfn í mars síðast liðnum í húsi sem heitir Axelborg en þar er danska landbúnaðarráðið með skrifstofur sínar. Þarna eru haldnar matarsýningar af ýmsu tagi og þangað fór Guðrún þegar Ásta dóttir hennar keppti í Danmerkurmóti kaffibarþjóna.

Myndin mun birtast á vefsíðu Kodak og þeir sem vilja sjá fleiri myndir eftir Guðrúnu geta heimsótt vefsíðu hennar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler