Gillzenegger tók bloggfærslu út fyrir mömmu

Gillzenegger.
Gillzenegger.

Egill Einarsson eða Gillzenegger hefur fjarlægt umdeilda færslu af heimasíðu sinni Gillz.is en í seinni fréttum Sjónvarps á mánudag var sagt frá því að lögreglu hefði verið send hún til rannsóknar.

Færslan sem um ræðir var undir lið sem kallast Fréttastofa Gillz en þar nafngreinir hann fjórar konur, femínista, sem hann segir að hafi verið of áberandi í fjölmiðlum undanfarið og ýjar að því að þeim væri best að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Strax eftir fréttatímann var fréttin horfin en Egill gerir ekki mikið úr þeirri ákvörðun. „Ég tók hana ekkert út, ég bara faldi hana í bili," segir hann, en hann hefur ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort hann setur hana inn aftur og segir að ekki hafi verið haft samband við sig út af málinu.

Ástæðuna fyrir því að hann fjarlægði færsluna segir hann fyrst og fremst fjölskylduna. „Mamma horfir væntanlega á tíufréttir og svona, þannig að ég tók fréttina út út af henni."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant