Alveg eins gott að tjalda úti í garði

Gestir hafa skemmt sér vel á Innipúkanum.
Gestir hafa skemmt sér vel á Innipúkanum. mbl.is/Eggert

„Það var kalt og ég eyddi fullt af peningum!“ Þetta er minning margra þeirra innipúka sem sækja tónlistarveislu á Nasa um verslunarmannahelgina í stað þess að leggja leið sína út á land í tjaldútilegu. „Alveg eins gott að slá upp tjaldi í garðinum heima,“ segir Megas.

Innipúkar á höfuðborgarsvæðinu eru ekki þeir einu sem leggja leið sína á Nasa því þessa helgina koma margir af landsbyggðinni til að njóta tónlistarveislunnar enda ekki af verra taginu. Á Nasa koma fram margar stærri sveitir Íslands, til að mynda hljómsveitin Hjálmar, Megas og Senuþjófarnir, Dr. Spock, hljómsveitin Hjaltalín, FM Belfast, Boys in a band frá Færeyjum, Sprengjuhöllin , Morðingjarnir, Benni Hemm Hemm, Dísa, Múgsefjun og sjálfur Geir Ólafsson.

Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð og skipuleggjandi hátíðarinnar, leikur á bassa í Grjóthruni í Hvolshreppi, einni þeirra hljómsveita sem spila á hátíðinni. Hann segir aðspurður ljóst að hann hafi togað í einhverja spotta til að hljómsveitin fengi inni á hátíðinni. „Við spilum náttúrlega framsækið landsbyggðarpönk og kryfjum hvert málið á fætur öðru, okkur er ekkert óviðkomandi,“ segir Grímur og lofar innihaldsríku djammi.

Megas spilar rétt eftir miðnætti á föstudagskvöldinu með hinum hæfileikaríka hópi Senuþjófunum. Þá sveit skipa Sigurður Guðmundsson, Nils Olof Törnqvist, Mikael Svensson og Guðmundur Kristinn Jónsson, allir einnig kenndir við reggísveitina Hjálma auk Guðmundar Péturssonar gítarsnillings. „Mér þykir voða gott að gista í tjaldi,“ segir Megas aðspurður um hvort hann sé foringi allra innipúka. „En þykir alveg eins gott að slá því bara upp í mínum eigin garði,“ bætir hann við og það er ljóst að hann vill ekki langt frá heimahögum enda miklar annir hjá Megasi þessa dagana þar sem hann fylgir eftir nýrri plötu sinni og Senuþjófanna: Á morgun.

Árni Vilhjálmsson í FM Belfast segist vera innipúki frá hjartans rótum og því í góðum félagsskap með Megasi. „Ég á það nú samt til að skríða inn í tjaldið hans Megasar svona þegar ég nenni ekki að labba heim,“ segir hann í gamni.

Ódýrt, hlýtt og þægilegt

„Aðgangur að báðum tónleikadögum kostar ekki nema 3.900 kr. í forsölu,“ segir Diljá Ámundadóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, og bendir á það hljóti að vera kostur í dýrtíðinni. „Það er líka alltaf hlýtt á Innipúkanum,“ bætir hún við.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant