Trommuleikari Jimi Hendrix Experience látinn

Noel Redding, Jimi Hendrix og Mitch Mitchell sjást hér saman …
Noel Redding, Jimi Hendrix og Mitch Mitchell sjást hér saman á ljósmynd frá árinu 1967. AP

Breski trommuleikarinn Mitch Mitchell, sem lamdi húðir í hljómsveitinni Jimi Hendrix Experience, er látinn. Að sögn lögreglunnar í Bandaríkjunum fannst lík hans á hótelherbergi Portland í Oregon.

Lík Mitchell, sem var 61s árs, fannst snemma í gærmorgun á Benson Hotel.

Læknir sagði í samtali við AP-fréttastofuna að svo virðist sem að Mitchell hafi hlotið eðlilegan dauðdaga. Hins vegar sé beðið niðurstöðu krufningar.

Hendrix lést árið 1970 og Noel Redding, bassaleikari Experience, lést árið 2003. Mitchell gekk til liðs við Experience árið 1966 og lék m.a. á hinum frægu Woodstock-tónleikum árið 1969 þar sem Hendrix fór á kostum.

Mitchell, sem er frá Ealing í vesturhluta London, hafði að undanförnu tekið þátt hljómleikaferðlagi með Experience Hendrix Tour.

Mitchell hefur leikið með helstu tónlistarmönnum heims á borð við Eric Clapton, John Lennon, Keith Richards og Muddy Waters.

Hann var mikill frumkvöðull og sagður hafa átt stóran þátt í að menn fóru að sjóða saman rokk - og jazztrommuleik, svokallað  „fusion“.

Hér má sjá Jimi Hendrix Experience á tónleikum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant