Travolta staðfesti einhverfu sonar síns

John Travolta ásamt syni sínum Jett.
John Travolta ásamt syni sínum Jett. Reuters

 Kvikmyndaleikarinn John Travolta greindi frá því í lögregluskýrslu eftir að  sonur hans Jett lést á Bahamaeyjum í janúar á þessu ári að pilturinn hafi verið einhverfur.  

Sögusagnir hafa lengi verið uppi um að Jett, sem var sextán ára, hafi verið einhverfur en Travolta hefur ekki viljað staðfesta það opinberlega. Í lögregluskýrslu sem vitnað er til í tímaritinu National Enquirer segir hann hins vegar að Jett hafi verið flogaveikur og einhverfur. 

Travolta og eiginkona hans Kelly Preston hafa haldið því fram opinberlega að Jett væri haldinn Kawasaki-sjúkdómnum sem leggst nær eingöngu á ungabörn. Þau eru meðlimir í Vísindakirkjunni sem viðurkennir ekki tilvist einhverfu eða annarra geðsjúkdóma.

Eftir lát Jetts var getum að því leitt að hann hefði því ekki fengið viðeigandi læknismeðferð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant