Prins fyrir borð

Friðrik og félagi reyna að komast um borð.
Friðrik og félagi reyna að komast um borð. Reuters

Friðrik krónprins Dana féll útborðs þegar hann hugðist sýna hæfni sína í siglingum úti fyrir Sydney í Ástralíu. Danski krónprinsinn tekur þátt í siglingum á World Masters Games sem nú fara fram í Sydney en lenti í slæmu veðri og hvolfdi bátnum við æfingar.

Siglingunum var aflýst vegna veðurs og snéru flestir til hafnar en prinsinn varð eftir til að æfa sig ásamt félaga sínum. „Hann hvolfdi bátnum og báðir duttu í sjóinn en svo tókst þeim að rétta bátinn af og komast aftur um borð,“  sagði talsmaður keppninnar.

28,292 keppendur frá 95 löndum taka þátt í World Masters leikunum sem eru ætlaðir fólki á öllum aldri.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler