Hvað er þetta annað en kvenfyrirlitning?

Frétt? Rassinn á Sharon Stone, gerið svo vel. Eru þá …
Frétt? Rassinn á Sharon Stone, gerið svo vel. Eru þá allir sáttir?

„Frú Clooney í gegnsæju“, „Smávaxinn afturendi“, „Dauðadrukkið súpermódel“, „Nafli Kate Hudson“, „Courtney Cox (45): Í fantaformi á fimmtugsaldri“, „Nicole Kidman (42): Ég hef aldrei farið í botox“, „Verslar ómáluð“.

Þessar fyrirsagnir eru teknar af Fólkshluta vefmiðilsins Eyjunnar en flestar þeirra er hægt að rekja til visir.is. En dv.is er með óheilnæman slatta af áþekkum fyrirsögnum líka. Og þegar Eyjan sjálf tekur sig til er hoggið í sama knérunn (og Eyjan er meira að segja með sérsvið í þessum efnum, sem snýst um hversu kynþokkafullar konur geta verið á miðjum aldri). Og já, gott ef hið háa Morgunblað hefur ekki gerst sekt um að læða út frétt og frétt af þessum toga.

Í þessum fréttum felst afar djúp og stæk kvenfyrirlitning. Hún er svo djúp reyndar að flest gerum við okkur ekki almennilega grein fyrir henni, erum ekki meðvituð um hana þar sem hún er rígbundin í alla vestræna hugsun að því er virðist, situr pikkföst í allri orðræðu, ákvarðanatöku og valdboðun, liggur þvers og kruss um samfélagið eins og ósýnilegur, níðsterkur kóngulóarvefur.

 Fyrirlitningin og virðingarleysið er framreitt í formi flippaðra og „skemmtilegra“ frétta og þess vegna er allt í lagi að skrifa þær. Það er ekki hægt að taka þær alvarlega. Ég, pistilhöfundurinn, er bara fúll og húmorslaus, skv. þessari réttlætingu. En skoðum þetta nánar. Af hverju eru allar þessar fréttir af kvenfólki? Jú, af þeirri einföldu ástæðu að karlar fara með völdin í þessum skrifum/miðlum. Annars værum við að lesa um þröngu og gegnsæju sundskýluna hans Johnny Depp dag eftir dag.

Ég verð að hryggja ykkur með því að tildrög skrifanna liggja þó í öðru. Þau liggja í pirringi út í það sem sumir álíta greinilega fullkomlega eðlileg skrif um svokallaða dægur- eða afþreyingarmenningu, þær listir sem eru knúnar af gangverki fjöldaframleiðslunnar, form eins og dægurtónlist, kvikmyndir, tölvuleikir og sjónvarpsþættir. Það er eins og fréttastjórar sumra þeirra miðla sem hér hafa verið nefndir hendi öllu ofangreindu í einn pott sem kallast slúður.

Pistli þessum er því ekki ætlað að gera lítið úr fréttum úr dægurmenningu, ég meina, hún er lifibrauðið mitt! En dægurmenningu er hægt að taka alvöru tökum, virðingarverðum tökum sem geta, þó ótrúlegt megi virðast, verið skemmtileg um leið. En bíðið nú hæg, á þá að henda út öllu brjósta- og fyllirísruglinu? Er það ekki málið, miðað við orð mín í upphafi? Með öðrum orðum: er mögulegt að skrifa „létt og skemmtilegt“ efni sem felur ekki í sér að gera lítið úr kvenfólki?

Ég er andvígur þeirri stefnu sem visir.is fylgir í þessum efnum. Fyrirsagnir og efnistök sem stíma beint á rætnar og ómerkilegar hvatir mannsins, eitthvað sem er vitað að lætur fólk, þessi dýr sem við erum, tikka. Finnst það ekki kúl. En það er sorglegt en satt að þetta er það sem fólk étur upp, eins og allar þessar „Mest lesið“ stikur sýna. Viljum við eftir allt saman, innst inni, lesa endalausar greinar um rassinn á Sharon Stone? Nei, ég bara trúi því ekki. Það er eitthvað sjúkt við þetta (sagði hann, opnaði nýtt wordskjal, og fór að skrifa stutta og skemmtilega frétt um Amy Winehouse).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka