15 keppa í Söngvakeppni Sjónvarpsins

Jóhanna Guðrún söng íslenska lagið í söngvakeppni Evrópu í fyrra …
Jóhanna Guðrún söng íslenska lagið í söngvakeppni Evrópu í fyrra og lenti í 2. sæti.

Fimmtán lög keppa í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2010 sem hefst laugardagskvöldið 9. janúar á næsta ári. Auglýst var eftir lögum í keppnina og bárust alls 150 lög.  Hefur valnefnd nú valið fjórtán lög úr innsendum lögum. Einnig á Óskar Páll Sveinsson, sigurvegari keppninnar í fyrra, eitt lag í keppninni, en honum varð boðið að taka þátt.

Einnig á Óskar Páll Sveinsson, sigurvegari keppninnar í fyrra, eitt lag í keppninni, en honum varð boðið að taka þátt.  Hann fékk Bubba Morthens til liðs við sig og semja þeir lag og texta saman.

Höfundar laganna í keppninni nú eru Albert Guðmann Jónsson, Birgir Jóhann Birgisson, Bryndís Sunna Valdimarsdóttir og Daði Georgsson, Grétar Sigurbergsson, Halldór Guðjónsson, Haraldur G. Ásmundsson, Haraldur V. Sveinbjörnsson, Hera Björk Þórhallsdóttir og Örlygur Smári, Jóhannes Kári Kristinsson, Matthías Stefánsson, Rögnvaldur Rögnvaldsson, Sigurjón Brink og Steinarr Logi Nesheim.

Alls eru sautján lagahöfundar sem taka þátt að þessu sinni. Einn höfundur á tvö lög í keppninni, en það er Jóhannes Kári Kristinsson. Þrjú lög eru samin af tveimur höfundum, en þeir eru Bryndís Sunna Valdimarsdóttir og Daði Georgsson, Hera Björk Þórhallsdóttir og Örlygur Smári og Óskar Páll Sveinsson og Bubbi Morthens.

Fimm lög keppa í senn í beinni útsendingu frá myndveri Sjónvarpsins 9., 16. og 23. janúar. Áhorfendur velja með símakosningu þau lög sem komast áfram í úrslitaþáttinn, sem fer fram laugardagskvöldið 6. febrúar. Lagið sem ber sigur úr býtum verður framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Noregi í maí á næsta ári.

Lögin verða frumflutt á Rás 2 í vikunni áður en þau verða flutt í Sjónvarpinu til að gefa áhorfendum kost á að heyra lögin áður þau keppa í beinni útsendingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant