Skoskur kjarnorkubjór

Það væri ekki heppilegt að teyga Tactical Nuclear Penguin með …
Það væri ekki heppilegt að teyga Tactical Nuclear Penguin með þessum hætti. Reuters

Skosk ölgerð hefur sett á markað sterkasta bjór heims, 32% að styrkleika. Bjórinn er nefndur Tactical Nuclear Penguin og segir ölgerðin að hann sé alger kjarnorkusprengja.

Ölgerðin heitir BrewDog og er í  Fraserburgh skammt frá Aberdeen. Ölgerðin hefur áður sett á markað 18,2% bjór, sem nefndur var Tokyo, og síðan nánast áfengislausan bjór sem nefndist Nanny State. 

Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir James Watt, að takmarkað magn af Tactical Nuclear Penguin verði sett á markað og kosti flaskan 30 pund, jafnvirði 6100 króna.

„Þessi bjór snýst um að kanna mörkin og færa ölgerð á nýtt svið," sagði Watt og bætti við að  drekka ætti Tactical Nuclear Penguin í litlum skömmtum.

„Það á að njóta hans með sama hætti og maður myndi njóta góðs viskís, plötu með Frank Zappa eða heimsóknar vingjarnlegs en taugaóstyrks draugs." 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka