Vagnstjórinn stoppaði til að biðjast fyrir

Breskur strætisvagn.
Breskur strætisvagn. Reuters

Samgönguyfirvöld í Lundúnum hafa beðið farþega í strætisvagni afsökunar eftir að vagnstjórinn, sem er múslimi, stöðvaði vagninn til að biðjast fyrir.

Vagnstjórinn stöðvaði vagninn fyrirvaralaust úti í vegarkanti í norðurhluta Lundúna í síðustu viku, lagði bænamottu á gólfið, fór úr skónum, snéri sér í átt til Mekka og fór að söngla á arabísku.  

Fyrirtækið  Transport for London, sem rekur strætisvagna og neðanjarðarlestir borgarinnar, sagði að trúarskoðanir starfsfólks væru virtar en það væri hinsvegar beðið um að biðjast ekki fyrir í vinnunni. 

Blaðið Daily Telegraph hafði eftir einum farþeganum, Gayle Griffiths, að farþegunum hefði bæði brugðið í brún og verið skemmt þegar vagnstjórinn hóf upp raust sína.

„Þegar hann var búinn stóð hann aftur upp og ók af stað án þess að gefa neinar skýringar eða biðjast afsökunar. Þetta var afar einkennilegt og meiðandi," sagði hún. 

Fyrirtækið segir, að í umferðarmiðstöðum og öðrum svæðum fyrir starfsfólkið séu staðir þar sem það getur beðist fyrir.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant