Nýtt leikrit eftir Braga Ólafsson í Þjóðleikhúsinu

Eggert Þorleifsson sem Sigurhans og Vigdís Hrefna Pálsdóttir sem Lilý.
Eggert Þorleifsson sem Sigurhans og Vigdís Hrefna Pálsdóttir sem Lilý.

Á morgun, laugardag, frumsýnir Þjóðleikhúsið Hænuungana, nýtt leikrit eftir Braga Ólafsson. Stefán Jónsson leikstýrir verkinu, en leikarar eru Eggert Þorleifsson, Kristbjörg Kjeld, Ragnheiður Steindórsdóttir, Pálmi Gestsson, Friðrik Friðriksson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir.

Börkur Jónsson er höfundur leikmyndar, Ríkey Kristjánsdóttir hannar búninga, Halldór Örn Óskarsson gefur ljós og Tómas Freyr Hjaltason sér um hljóð.

Í leikritinu segir frá djassgeggjaranum Sigurhansi sem býr í fjölbýlishúsi í Hlíðunum með Olgu. Framundan er húsfundur í blokkinni sem Sigurhans hefur boðað til, enda varð hann fyrir því óláni að brotist var inn í geymsluna hjá honum og nokkrum kjúklingum stolið úr frystikistunni.

Sjá nánari umfjöllun um leikverkið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant