Tromma fyrir frið í Súdan

Almennir borgarar tromma fyrir frið í Súdan.
Almennir borgarar tromma fyrir frið í Súdan. Reuters

Trommarar úr hljómsveitunum Radiohead, Pink Floyd, Coldplay, The Police, Snow Patrol og mörgum fleiri hafa nú sameinast við gerð myndbands til að boða frið í Súdan. 

Myndbandið Beat for Peace er hluti af herferð sem kallast Sudan365 og beitir sér fyrir áhrifum á fund þjóðarleiðtoga heimsins hjá Sameinuðu þjóðunum í New York 24.september næstkomandi.

Herferðin kallar á leiðtoga heimsins að koma í veg fyrir að ófriður brjótist aftur út í Súdan en í janúar mun fara fram sérstakur fundur um framtíð landsins.

Trommararnir Phil Selway úr Radiohead, Will Champion úr Coldplay, Jonny Quinn úr Snow Patrol, Stewart Copeland úr The Police og Nick Mason úr Pink Floyd eru meðal þeirra sem koma fram í tónlistarmyndbandinu.

„Þessi taktur hefur borist frá Kairó til Barcelona, Sydney, Moskvu, Tokyo, New York og Los Angeles,“ sagði Will Champion um myndbandið. „Myndbandið er neyðarkall fyrir þjóðarleiðtoga heimsins til að ítreka mikilvægi þess að friður haldist áfram í Súdan.“

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant