Karen Axelsdóttir - haus
18. mars 2010

Listi fyri hjólatúr

2010_Ironmanprep 004Ég hef mikið verið spurð um hvaða búnað sé best að nota fyrir hjólatúra eða langar hjólaæfingar. Hér eru atriði sem ég fer gjarnan yfir með nýliðum.

Skyldubúnaður

Hjól - vertu með á hreinu hvort hópurinn sem hittist sé á fjallahjólum eða götuhjólum. Þú þarft ekki að eiga flott hjól en þú munt eiga erfitt uppdráttar á týpísku ömmu reiðhjóli.

Hjálmur, ljós að framan og aftan, aukaslanga, lítil pumpa eða gas pumpa, verkfæri til að losa dekk frá gjörð, lítinn venjulegan IKEA lykil til að laga sæti, eða herða skrúfur ef þess þarf. Sumir nota bætur og lím í stað þess að skipta um slöngu. Það er ódýrara en mun tímafrekara.

Keyptu þér litla hjólatösku undir þessa hluti sem þú festir undir sætið. Lærðu að skipta um dekk og ekki treysta á að aðrir reddi þér.

Fatnaður

Góður vindheldur jakki, persónulega finnst mér vatnsheldir jakkar ekki anda nóg og ef það er spáð grenjandi rigningu þá hjóla ég fremur inni á turbo eða fer í spinning.

Langermabolur úr ull eða gerviefni sem gleypir svita.  

Buxur sem eru þröngar að neðan og rekast ekki í keðju. Vertu hiklaust í púðabuxum uppá þægindin að gera. Þú getur t.d farið í stuttar púðabuxur og svo þröngar hlaupabuxur yfir.

Góða hanska, helst tvöfalda. Ég notaði skíðavettlinga í mesta kuldanum í vetur. Ef þú átt ekki vetrarhjólaskó þá geturðu notað skíðasokka og hlífðarskó yfir hjólaskóna eða skóna þína - fæst í hjólreiðarbúðum. Mæli með  "Handwarmer" sem eru litlir pokar sem þú hristir og setur í hanskana eða í skóna en þeir haldast heitir í 4-5 tíma - fæst í útivistarbúðum.

Annað

Sími - þú veist aldrei hvað getur komið uppá.  Greiðuslukort - gott öryggisatriði sérstaklega ef þú ert ein/n á ferð. Ef ég er að gleyma einhverju mikilvægu þá megið þið gjarnan senda mér línu og ég bæti við.