Karen Axelsdóttir - haus
19. mars 2010

Mataræði fyrir hjólatúr eða langa æfingu

Matar og drykkjarþörf fer auðvitað eftir einstaklingum, hita- og rakastigi en þetta er það sem ég þarf á vetraræfingum hér í Bretlandi.

Ég borða alltaf góðan skammt af hafragraut fyrir langa hjólreiðartúra og tek svo með mér eitt orkubar úr þurrkuðum muldum ávöxtum fyrir hvern klukkutíma sem hjólað er.

Ef þú átt ekki orkubar geturðu notað t.d banana eða rúsínubrauð. Gallinn er að það fer bara meira fyrir því. Súkkulaði, hnetur og kex henta vel í gönguferðir þar sem púlsinn er lágur og líkaminn getur því melt fitu. Hins vegar á hjóli er púlsinn mun hærri og því betra að forðast fitu og hafa eitthvað sem líkaminn á auðveldara með að melta.

eas_energy_gelÞeim erfiðari sem æfingin er þeim sykurkenndari eða meira fljótandi þarf orkan að vera. T.d langhlauparar nota sykur gel og á löngum hlaupaæfingum +1,5 klst nota ég eitt sykurgel.

Lykilinn er að prófa sig áfram og sjá hvað virkar fyrir þig. Oft er maður ekkert svangur og gleymir að borða en svo hellist allt í einu yfir mann svengd og þá gjarnan svimi og vanlíðan. Þetta er kallað að bonka og eitthvað sem auðvellt er að koma í veg fyrir með því að borða rétt og nógu oft. Ég drekk um 500 ml fyrir hverja klst. sem hjólað er. Í hita og sól eða innan hús drekk ég meira.