Norræn lönd fremst í jafnréttismálum

Norðurlönd eru efst á nýjum lista Heimsviðskiparáðsins þar sem lagt er mat á stöðu jafnréttismála. Noregur er í efsta sæti og síðan koma Finnland, Svíþjóð og Ísland en Danmörk er í sjöunda sæti.

Sömu löndin voru í fjórum efstu sætunum á síðasta ári en þá var Svíþjóð í 1. sæti, Noregur í 2. sæti og Finnland í 3. sæti. Bættur árangur Norðmanna er m.a. rakinn til laga, sem sett voru 2004 um að 40% stjórnarmanna í fyrirtækjum þurfi að vera af hvoru kyni.

Alls er fjallað um 130 ríki í skýrslu stofnunarinnar og lagt mat á stöðu kynjanna á fjórum sviðum: Þátttöku í efnahagslífinu, menntun, stjórnmálum og heilbrigðismálum. 

Kína hækkaði um 17 sæti frá síðasta ári en var samt aðeins í 57. sæti. Þá hækkuðu Bandaríkin úr 31. sæti í 27. vegna þess að konum í valdastöðum hefur fjölgað.  Í neðstu sætum eru Jemen, Tsjad og Sádi-Arabía.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert