Geir Haarde sagður ábyrgur fyrir hruninu

Geir H. Haarde, forsætisráðherra Íslands er á lista yfir 25 menn sem breska blaðið Guardian birtir í dag og segir að beri ábyrgð á efnahagshruni heimsins.

Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna er efstur á listanum, næstur kemur Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og þar á eftir Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.

Þá situr George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna í fjórða sæti lista guardian og Phil Gramm, öldungardeildarþingmaður í fimmta.

Þrettán háttsettir fjármála- og bankamenn eru á listanum. Þeirra á meðal er Abi Cohen, fyrrverandi yfirmaður hjá Goldman Sachs en um hana segir greinarhöfundur m.a.; fræg fyrir bjartsýnar spár á mörkuðum, en hafði svo oft rangt fyrir sér og svo oft.

Geir H. Haarde situr í 20 sæti listans. Í ummælum um hann er meðal annars fjallað um lántökur hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og nokkrum Evrópuríkjum. Þá er sagt frá hörðum mótmælum gegn ríkisstjórn hans að undanförnu og síðast enn ekki síst um tíðindi föstudagsins, kosningar til Alþingis, brotthvarf Geirs úr stóli formanns Sjálfstæðisflokksins og veikindi hans.

Á lista Guardian er einnig að finna Andy Hornby, fyrrum stjóra HBOS, Sir Fred Goodwin, fyrrum stjóra RBS og Steve Crawshaw, fyrrums tjóra R&B.

Amerískur almenningur er einnig á lista Guardian, m.a. fyrir að hafa tekið að láni langtum meira fé en hann gat endurgreitt. Greinarhöfundur segir að Bretar hafi siglt í sama far, enda séu Bretar lánafíklar Evrópu.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert