Bhutto særðist í sprengjuárás

Sprengjuárás var gerð á kosningafundi Benazir Bhutto.
Sprengjuárás var gerð á kosningafundi Benazir Bhutto. AP

Einn af aðstoðarmönnum Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakstans, segir að Bhutto hafi særst í sprengjuárás, sem gerð var á kosningafund hennar í Rawalpindi. Gengst Bhutto nú undir aðgerð, að sögn aðstoðarmannsins. Um 20 manns létu lífið í sprengingunni.

Bhutto var fyrst sögð hafa yfirgefið svæðið eftir ræðu sína þegar sprengingin varð og væri á öruggu svæði. En fljótlega kom upp orðrómur um að Bhutto hefði særst.

Í morgun létust að minnsta kosti fjórir er skotárás var gerð á stuðningsmenn Nawaz Sharif, fyrrum forsætisráðherra Pakistans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka