Óljóst hvernig dauða Bhutto bar að

Innanríkisráðuneyti Pakistans hefur staðfest að Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra, landsins hafi látið lífið í sprengjutilræði í morgun. Óljóst er hvernig lát hennar bar að en Javed Cheema, talsmaður innanríkisráðuneytisins líklegast að hún hafi orðið fyrir sprengjubroti eða kúlum úr vesti tilræðismannsins sem sprengdi sjálfan sig í loft upp. Sjónarvottar segja hins vegar að tilræðismaðurinn hafi skotið hana í hálsinn og í brjóstið áður en hann sprengdi sjálfan sig í loft upp. 

Benazir Bhutto var kjörin forsætisráðherra landsins árið 1988, og var hún einn fyrsti lýðræðislega kjörni forsætisráðherra heims. Hún sat þó einungis í embætti tuttugu mánuði áður en henni var vikið úr embætti af þáverandi forseta landsins vegna spillingarásakana. Hún var endurkjörin árið 1993 og sat þá í embætti til 1996 er henni var aftur vikið úr embætti vegna ásakana um spillingu. Bhutto fór í sjálfskipaða útlegð árið 1998 en hún átti þá fangelsisdóm vegna spillingar yfir höfði sér.

Hún snéri fyrst heim þann 18. október síðastliðinn er Pervez Musharrafs, forseta landsins, hafði veitt henni sakaruppgjöf en samningaviðræður höfðu þá farið fram á milli þeirra um að þau deildu völdum í landinu. 

Bhutto var elsta barn Zulfikars Ali Bhutto, fyrrum forsætisráðherra landsins, og menntuð í Bretlandi og Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka