Páfi lofar náttúrulegar fjölskyldur

Benedikt XVI páfi er hann kom til aftansöngs í gærkvöldi
Benedikt XVI páfi er hann kom til aftansöngs í gærkvöldi AP

Benedikt XVI páfi lofaði náttúrulegar fjölskyldur í nýársávarpi sínu í dag og sagði fjölskylduna vera útsendara friðarins. „Hin náttúrulega fjölskylda", sem er byggð á hjónabandi karls og konu er vagga lífsins og ástarinnar og  frumkraftur og ófrávíkjanlegt skilyrði friðar,” sagði hann. Þá benti hann á að á nýju ári verði 25 ár frá því Páfagarður setti reglur um réttindi fjölskyldunnar.

„Ég hvet hvern karl og hverja konu til að verða meðvitaðri um að þeim beri að tilheyra einni fjölskyldu og að skuldbindast henni á leið til sanns og varanlegs friðar,” sagði páfi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert