Forseti mormónasafnaðarins látinn

Gordon B. Hinckley.
Gordon B. Hinckley.

Gordon B. Hinckley forseti mormónakirkjunnar í Utah í Bandaríkjunum lést um helgina 97 ára að aldri. Hinckley var fimmtándi forsetinn í 177 ára sögu  kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu og gegndi því embætti frá árinu 1995.

Svonefnt tólfpostularáð velureftirmann Hinckleys eftir að útför hans lokinni á næstu dögum. Sá postuli, sem lengst hefur þjónað þar, er Thomas S. Monson, sem er áttræður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert