Tala látinna hækkar í Kína

Íbúi stendur hjá húsarústum í Xiange í Sichuan héraði.
Íbúi stendur hjá húsarústum í Xiange í Sichuan héraði. Reuters

Tala látinna í Kína eftir jarðskjálftana mikla sem reið yfir landið þann 12. maí hækkar enn.  Að sögn yfirvalda létu 68.516 manns lífið og 19.350 manns er enn saknað.  Lu Guangjin, talsmaður ríkisstjórnarinnar, staðfesti að 400 manns hefðu fundist látnir frá því í gær. 

Þá greindi kínverska ríkistjórnin frá því í dag að hún íhugi að þiggja aðstoð frá japanska hernum.  Talsmaður japanskra stjórnvalda sagði í gær að Kínverjar hafi beðið um aðstoð, en Kínverjar hafa ekki viljað staðfesta það.  Ef af slíkri aðstoð verður mun það vera í fyrsta sinn sem japanskur her fer í sendiför til Kína eftir að síðustu heimsstyrjöldinni lauk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert