3500 milljarðar króna horfnir í Írak

Breska ríkisútvarpið, BBC, segir að gríðarlegir fjármunir, sem runnu til verktaka í Írak, hafi glatast, verið stolið eða ekki gerð grein fyrir með eðlilegum hætti frá því innrás var gerð í landið árið 2003. Áætlar BBC að þessi upphæð nemi 23  milljörðum punda, jafnvirði um 3500 milljarða íslenskra króna.

Þetta kemur fram í fréttaskýringarþættinum Panorama, sem hefur rannsakað málið. BBC segir, að byggt sé á upplýsingum bandarískra og íraskra heimildarmanna.

BBC segir m.a. að bandaríska verktakafyrirtækið Halliburton, sem Dick Cheney, núverandi varaforseti Bandaríkjanna, stýrði áður, hafi fengið mikið af verkefnum við uppbyggingu í Írak.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert